Kia útlistar stefnu sína í framleiðslu á rafbílum til langs tíma
Kóreski bílaframleiðandinn mun setja upp nýja verksmiðju fyrir rafknúna sérsmíðaða bíla („Purpose Built Vehicles“) árið 2026.
Kia hefur kynnt áætlanir um að setja upp nýja framleiðslustað fyrir nýtt framboð af sérsmíðuðum rafbílum, sem hluti af víðtækari verksviði til að koma á markað fjölda rafhlöðuknúinna farartækja fyrir 2030.
Byggt á „Plan S“ viðskiptastefnu fyrirtækisins, sem hefur gert það að verkum að fyrirtækið skuldbindur sig til að setja á markað ekki færri en 11 fullkomlega rafknúna fólksbíla um allan heim fyrir árið 2027, mun Kia byrja að byggja nýja verksmiðju fyrir það sem það kallar „Purpose Built Vehicles“. eða PBV, sumarið 2023.
Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði tilbúin í fyrsta lagi árið 2026 og í upphafi geti hún framleitt um 100.000 PBV-bíla á ári.
Fyrsta farartækið til að rúlla af framleiðslulínu nýju verksmiðjunnar verður farartæki í meðalstærð, sem nú er aðeins þekkt undir vinnuheitinu „SW“.
Hins vegar tilgreindi Kia þegar það útlistaði Plan S stefnu sína í mars 2022, að þetta nýja ökutæki yrði fáanlegt í úrvali yfirbygginga, sem myndi gera PBV kleift að gegna hlutverki sendiferðabíls eða farþegaskutlu.
Eins og útskýrt var af forstjóra Kia, Ho Sung Song í tilkynningunni um Plan S stefnumótunina, hefur fyrirtækið einnig áhuga á að setja á markað sjálfkeyrandi „róbota-taxa“; útgáfu af SW PBV-bíl fyrirtækisins.
Enginn endanlegur tímarammi fyrir þessa SW-afleiðu hefur verið opinberaður enn, þó Kia hafi lagt til að þessar gerðir „róbota-taxa“ verði færar um 4. stigs sjálfkeyrandi akstur – sem þýðir að það verða ennþá raunveruleg stjórntæki eins og fótstig og stýri í bílnum, en ökutækið mun geta ekið sjálft á eftirlitssvæðum án mannlegrar afskipta.
PBV áætlanir Kia ganga lengra en meðalstærð atvinnubílsins sem er væntanleg árið 2025. Með því að nota sömu „hjólabretta“ tæknina sem liggur til grundvallar SW, ætlar Kia að setja á markað úrval sérsmíðaðra rafbíla í ýmsum stærðum og gerðum.
Kia fullyrðir að þetta muni vera allt frá litlum ómönnuðum sendiferðabílum til stærri farþegaskutla og PBV sem munu að sögn vera nógu stórir til að nota sem færanlegar verslanir og skrifstofurými.
Þessar rafknúnu PBV-hugmyndir eru til viðbótar því umfangsmikla úrvali rafknúinna fólksbíla sem Kia ætlar að setja á markað á svipuðum tíma.
Til viðbótar við Kia EV6 rafknúna crossover sem nú er til sölu mun Kia setja 14 rafbíla á markað um allan heim árið 2027.
Þar af verða sjö þeirra eingöngu rafknúnir, eins og Kia EV9 – stóri sportjeppinn sem er væntanlegur árið 2023, með viðbót rafbíla sem koma úr gerðum með brunavél eins og nýrri annarri kynslóð Kia Niro EV.
(frétt á Auto Express og fleiri bílavefsíðum – myndir frá Kia)
Umræður um þessa grein