Kia Telluride er heimsbíl ársins
- Mazda á bíla í næstu tveimur sætum
- Mazda 3 einnig valin sem hönnunarbíll ársins
- Porsche Taycan sigraði í tveimur flokkum

Niðurstöður liggja fyrir og Kia Telluride er “heimsbíll ársins 2020” (758 stig). Hann hafði betur gegn Mazda-3 (745 stig) og Mazda CX-30 (738 stig)…



Kia Telluride, sem er nánast óþekktur bíll hér á landi, enda hannaður fyrir bílamarkað í Norður-Ameríku. Hann hefur notið lof gagnrýnenda frá því að þessi „crossover“ kom á markað. Hann sigraði jeppaflokknum í vali á bíl ársins í Bandaríkjunum og er „besta val“ blaðsins „Consumer Report“. Kaupendum hefir líkað nægilega vel við bílinn á þessum markaði til að Kia hefur þurft að auka framleiðsluna.
Porsche Taycan sigraði í tveimur flokkum
Í öðrum flokkum tók Porsche Taycan toppsætið bæði sem „World Luxury Car“ (846 stig) og „World Performance Car“ (867 stig). Þar sló hann út Porsche 911 (786 stig) og Mercedes-Benz EQC (778 stig) í fyrri hópnum og Porsche 911 (809 stig) og Porsche 718 (776 stig) í þeim síðari.

Kia Soul EV er borgarbíllinn
Kia tekur líka annan bikar með sér heim, því Soul EV er „World Urban Car“ eða „borgarbíllinn“ (751 stig). Hann sló út Volkswagen T-Cross (702 stig) og Mini Cooper SE Electric (574 stig).

Mazda 3 besta hönnunin
Að lokum, er Mazda 3 besta hönnunin, sem „World Car Design“ bíll ársins. Skipuleggjendur World Car of the Year birta sundurliðun atkvæðagreiðslunnar og það sýnir að þetta er naumur sigur. Mazda fékk 179 stig en Porsche Taycan fékk 177 stig. Þetta var minnsti munurinn á fyrsta og öðru sæti fyrir einhvern flokkanna. Peugeot 208 varð í þriðja sæti með 144 stig.
Umræður um þessa grein