- Kóreski bílaframleiðandinn er að gangast undir harkalega breytingu á vörumerkinu
Við höfum áður fjallað um breytingar hjá kóreska bílaframleiðandumum Ssagyong, sem slapp naumlega við gjaldþrot árið 2022. Nú er orðið ljóst að SsangYong er á leiðinni aftur undir nýju nafni – KGM .
SsangYong-fyrirtækið, sem var keypt af KG Group í Kóreu á síðasta ári, hafði leikið sér við þá hugmynd að endurræsa SsangYong vörumerkið á heimsvísu sem „KGMobility“.
Eftir nokkrar athugasemdir frá viðskiptavinum og sérfræðingum í iðnaði hefur fyrirtækið hins vegar ákveðið að „KGM“ myndi nægja fyrir Evrópu og Bretland þar sem KGMobility titillinn er notaður í Kóreu. Merkið með „drekavæng“ sem SsangYong hefur notað mun halda áfram að birtast á KGM bílum.
Upphaflega áætlunin var að nota nafnið KG Mobility – en niðurstaðan varð sem sagt bara KGM
Fyrsti bíllinn til að bera KGM vörumerkið gæti verið andlitslyft gerð Tivoli sem kemur á markað í september. Á öðrum stað í línu KGM gætum við séð að Musso pallbílinn, Korando og Rexton jeppinn munu allir fá andlitslyftingar til að vera hluti af nýja vörumerkinu.
En það vegur athygli að sjálft „skjaldarmerkið“ eða „drekavængirnri“ í gamla lógói SsangYong eru enn til staðar.
Til lengri tíma litið er óljóst hvernig kaup KG Group á SsangYong og nafnabreytingin í kjölfarið mun hafa áhrif á áætlanir fyrirtækisins um rafvæðingu.
Orðrómur hefur verið uppi um rafknúnin pallbíl sem keppir við bíla eins og Maxus T90EV, bíll sem sló í gegn sem hugmyndabíll sem kallast O100 á bílasýningunni í Seoul í ár.
KR10 og F100 frá fyrrum SsangYong – sem nú verður KGM.
Við þetta bættust tveir aðrir hugmyndabílar, F100 jepplingurinn – sem gæti hugsanlega komið í stað Korando og KR10 crossover, sem allir nýta sér hreina raftækni.
Bílabúð Benna hefur um árabil flutt inn bíla til Íslands undir merkjum SsangYong, sem núna mun breytast í KGM
Umræður um þessa grein