Kemur rafmagnaður Golf aftur?
VW gæti smíðað rafmagns Golf eftir seinkun á rafmagnaða flaggskipinu sem kallað hefur verið Trinity til ársins 2030
Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi gæti Volkswagen sett á markað alrafmagnaða útgáfu af Golf eða Tiguan crossover til að halda rafbílaframboði sínu fersku eftir að Trinity rafmagnsverkefnið stendur frammi fyrir töfum til ársins 2030.
Rafmagns Golf eða Tiguan myndi nota uppfærðan MEB rafknúna grunninn og yrði smíðaður verksmiðju bílaframleiðandans í Wolfsburg þar sem afbrigði af bílunum með brunavélum eru smíðuð, sagði þýska viðskiptablaðið Handelsblatt og vitnaði í heimildir fyrirtækisins.
Nýi rafbíllinn gæti farið í sölu fyrir 2026, sagði blaðið. Þetta myndi tryggja að áfram verði hægt að nýta Wolfsburg verksmiðjuna til fullnustu þar sem evrópskir viðskiptavinir skipta í auknum mæli yfir í rafbíla úr bensín- eða dísilbílum.

Forstjóri VW Group, Oliver Blume, er að skoða hvort halda eigi við áætlun um að reisa 2 milljarða evra nýja verksmiðju nálægt Wolfsburg verksmiðjunni til að smíða langdræga rafbíla með háþróaðri sjálfkeyrandi getu eða nota núverandi verksmiðju í Wolfsburg samkvæmt fréttum.
Rafbílarnir, sem bera kóðanafnið Trinity, myndu nota nýjan SSP hugbúnaðarstýrðan grunn hópsins, sem VW segir að muni gera háþróaðan sjálfstæðan akstur mögulegan.
Framkvæmdir við verksmiðjuna áttu að hefjast á næsta ári, en fyrstu Trinity módelin renna af framleiðslulínunni frá 2026. Blume ætlar að fresta Trinity verkefninu til loka áratugarins vegna þess að nýr hugbúnaður verður ekki tilbúinn í tæka tíð.
Fyrrverandi forstjóri VW Group, Herbert Diess, barðist fyrir nýju verksmiðjunni í baráttu sinni fyrir því að stytta framleiðslutíma til að jafnast á við Tesla í nýju evrópsku verksmiðjunni nálægt Berlín með því að nota tækni eins og stóra mótsteypu og fækka íhlutum í bílum sínum.
Blume, sem tók við af Diess sem forstjóra í september, hefur sagt starfsfólki í pósti bréfi að fyrirtækið sé að meta áætlanir sínar um hugbúnað og grunn bíla.
VW seinkaði fyrr í þessum mánuði áætlanagerð sinni sem áætlað var í nóvember með því að vitna í „breytilegan efnahagslegan veruleika“. VW seldi fullrafmagnaða útgáfu af Golf til ársins 2020 þegar hætt var með hann eftir að ID3 MEB-byggður rafknúinn hlaðbakur kom á markað.
(frétt á vef Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein