BMW XM er nýr sportjeppi framleiddur í Bandaríkjunum af þýska framleiðandanum BMW.
Þetta er krossover sportjeppi með tengiltvinn rafdrifrás og er annar bíllinn sem þróaður er að öllu leyti af M deild BMW.
Öflugri sérútgáfa, „Label Red“, hefur einnig verið kynnt samhliða afhjúpun XM.
Þróun bílsins
BMW er opinberlega samstarfsaðili Art Basel í Sviss. Markmið samstarfsins er að flétta samn arfleifð BMW á listrænan hátt.
Árið 2021 var haldinn viðburður þar sem þeir afhjúpuðu hugmyndaútgáfu af þessum nýja XM á Miami Beach í Flórída. Framleiðslan hófst síðan í desember 2022 í verksmiðju BMW US Manufacturing Company í Greer í Suður-Karólínu.
Og nú hafa fyrstu bílarnir verið afgreiddir en tveir þeirra eru til sölu hjá BL Svæarhöfða.
BMW gerði ennfremur heiðursmannasamkomulag við bílaframleiðandann Citroën um að nota XM nafnið fyrir bílinn þar sem Citroën á það vörumerki á einum af stærstu bílum þeirra.
Afl og vélarhljóð fara vel saman
Ásamt 4.4 L V8 notar BMW XM rafmótor sem er innbyggður í átta gíra sjálfskiptan gírkassa sem framleiðir 194 hö og togar um 281 N⋅m.
BMW nefndi að þetta kerfi er einnig notað í BMW M Hybrid V8 LMDh bílnum þeirra.
Rafmótorinn er knúinn af 25.7 kWh rafhlöðu, sem hefur áætlaða drægni upp á 48 km og hefur endurnýjandi hemlunarhleðslugetu. Rafhlaðan, sem tekur mest á móti 7,4 kW, getur hlaðið frá 0-100% á 4,25 klukkustundum.
Dráttargetan er 2,700 kg fyrir eftirvagna með hemlum og 750 kg fyrir eftirvagna án hemla.
XM er með sítengdu fjórhjóladrifi, sérsniðnu M Sport mismunadrifi sem staðsett er á afturás sem gerir kleift að virkja tog (torque vectoring).
Meðhöndlun XM er stjórnað af 48 volta rafmagnsvirkum veltivarnarstöngum ásamt stálgormum, aðlögunarhæfum M-dempurum og stýri. Orkan er send með 8 gíra M Steptronic sjálfskiptingu á 23″ felgurnar sem eru búnar 275/35R23 dekkjum að framan og 315/30R23 að aftan.
XM notar sex stimpla fastar bremsur að framan og eins stimpils fljótandi bremsur að aftan.
Tekur vel í þegar stigið er á gjöfina
XM er búinn tveggja túrbínu BMW S68 vél en hún hefur verið endurskoðuð og er með öflugri sveifarás og forþjöppurnar hafa verið settar nær útblástursgreininni.
Vélin framleiðir 360 kW (489 PS; 483 hö) og togar 650 N⋅m og ásamt rafmótornum, framleiðir samtals 480 kW (653 PS; 644 hö) og togar 800 N⋅m.
Þetta gefur XM 0–100 km/klst. tíma upp á 4,1 sekúndu.
BMW XM 50e
Tilkynnt var um 50 e útgáfu XM í apríl 2023. Sú útfærsla er sett upp þannig að vélin gefur samtals 350 kW (476 PS; 469 hö) og er togið um 700 N⋅m.
Hann fer í 100 km/klst á 5.1 sekúndum. 50e er með 144 kW (196 PS; 193 hö) og 281 N⋅m rafmótor ásamt 3.0 lítra bensínknúinni línu-sexu.
Hann deilir M xDrive aldrifskerfinu, M Sport mismunadrifinu og átta gíra M Steptronic gírkassanum frá hefðbundna XM.
Rauða útgáfan
Öflugri útgáfa, kölluð „Label Red“, var tilkynnt sama dag og XM var kynntur. Aðeins 500 slíkir bílar verða framleiddir á heimsvísu.
Hann er með sömu 4.4 L BMW S68 V8 vélina og sá hefðbundni, en uppfærður til að framleiða 550 kW (748 PS; 738 hö) og 1,000 N⋅m tog.
Hann á að fara úr 0-100 km/klst. á 3,8 sekúndum.
Hér er linkur á bílinn hjá BL ef þú hefur áhuga að kaupa þér einn.
Myndir og bíltúr: Jóhannes Reykdal og Pétur R. Pétursson
Umræður um þessa grein