Toyota Kauptúni efnir til árlegrar Jeppasýningar á laugardag, 22. febrúar. Jeppasýningin er fyrir löngu orðinn fastur viðburður og sannkallaður hátíðisdagur hjá íslenskum jeppaunnendum.

Að þessu sinni verður Land Cruiser 250 sem kynntur var til leiks á síðasta ári í aðalhlutverki. Land Cruiser 250 hefur vægast sagt verið vel tekið og er orðinn áberandi í umferðinni.
Fram undan er fyrsta ferðasumarið á Land Cruiser 250 og á laugardag gefst því gott tækifæri til að sjá bílinn í fjölbreyttum útfærslum bæði óbreyttan sem og 33” – 37” breyttan.
Einnig má sjá nokkrar útgáfur af Hilux og ýmsan búnað sem tilheyrir jeppaferðalögum frá Bílanausti og Ellingsen. Einnig verða Crawler fjallahjólhýsi á staðnum.

Jeppasýning Toyota Kauptúni verður opin a laugardag, 22. febrúar kl. 12 – 16.
Ljósmyndir: Toyota/Björn Steinbekk
Umræður um þessa grein