Jeep Wrangler 4xe vinsæll í Bandaríkjunum
- Tengitvinnbíllinn Jeep Wrangler 4xe seldist í meira en 13.000 eintökum á þriðja ársfjórðungi 2022
- Hann er enn mest seldi tengitvinnbíllinn í Bandaríkjunum.
Samkvæmt frétt á vef INSIDEEVs seldi Stellantis alls 385.665 bíla í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi 2022, sem er 6% minna en fyrir ári síðan. Það sem af er árinu seldi samstæðan tæplega 1,2 milljónir bíla (12% lækkun). En fréttin í þessu er hve vel Bandaríkjamenn taka rafmögnuðu útgáfunni af Wrangler 4Xe.
Fyrirtækið er enn að glíma við „áskoranir vegna skorts á íhlutum í iðnaðinum“ en sala á tengitvinnbílum er frekar mikil núna.
Samkvæmt fréttatilkynningunni seldi Stellantis meira en 15.500 tengitvinnbíla (PHEV) á þriðja ársfjórðungi, þar á meðal 13.478 Jeep Wrangler 4xe og 2.087 Chrysler Pacifica Hybrid (PHEV). Það er um 4,0% af heildarmagni Stellantis.
Í ágúst opnaði fyrirtækið pantanabókina fyrir Jeep Cherokee 4xe svo það má örugglega gera ráð fyrir að rafvæðing Stellantis muni smám saman þróast í rétta átt.
Önnur vörumerki eru einnig að undirbúa að setja nýjar viðbætur á markað í framtíðinni.
Vegna þess að Ford og General Motors virðast einbeita sér frekar að rafhlöðu rafknúnum bílum sem aðeins nota rafhlöður, mun Stellantis líklega verða konungur tengitvinnbíla í Bandaríkjunum. Fyrstu rafknúnu gerðirnar koma síðar á þessum áratug.
(byggt á frétt á vef INSIDEEVs)
Umræður um þessa grein