Jeep kynnir „Magneto“ og aðra hugmyndabíla fyrir Jeep Safari
- Hugsanlega er Magneto byggður á Wrangler 4xe
Okkur hér á landi þykir gaman að fara í „jeppaleik“ öðru hvoru og fjöldi jeppa eru til hér á landi sem aldrei sjá neitt annað en malbik og slétta vegi.
En í „heimalandi“ Jeppana, Bandaríkjunum er þetta ekki síðra, en jafnframt eru margir „jeppaklúbbar“ þar í landi, sem skipuleggja alls konar jeppa- og torfæruferðir og keppnir.
Ein slík sem á sér langa sögu er „Jeep Safari“ sem er árlegur viðburður sem Red Rock 4-Wheelers torfæruklúbburinn stendur fyrir, þar sem bíler með 4-hjóla drifi koma til að takast á við gróft landsvæði óbyggðanna á Moab-svæðinu.
Moab er í suðausturhluta Utah í Bandaríkjunum.
Covid-19 faraldurinn hefur slegið af nánast allar svonar keppnir og samkomur, en svo virðist sem páska Jeep Safari muni í raun og veru gerast og þá segir Autoblog-vefurinn í Bandaríkjunum að þá viti menn hvað það þýðir: flottir nýir „hugmyndabílar“ frá Jeep. Fyrirtækið sendi frá sér teikningar af tveimur hugmyndabílum sem munu birtast og annar þeirra er Jeep Wrangler sem ber athyglisvert nafn: Magneto.
Jeep Magneto – eða kannski Jeep Wrangler Magneto, þar sem Magneto nafnið er á sama stað á vélarhlífinni og annað hvort „Rubicon“ eða „Mojave“ eru venjulega – er á myndinni sem sést hér að ofan.
Þar sem myndin er með aðdrætti er erfitt að sjá hvað annað er nýtt. Autoblog býst við að Magneto-bíllinn verði byggur á 4xe tengiltvinnbílnum með nafni Wrangler, sem Jeep kynnti nýlega.
Hann er með stóra loftinntakið frá Gladiator Mojave og Wrangler 392. Það lítur líka út fyrir að það séu LED ljósarönd í grillinu sem passar við framljósin og stefnuljósin.
Hin myndin af hugmyndajeppanum sýnir ekki neitt nafn, en teikningin sýnir meira af ökutækinu. Það er greinilega byggt á Wrangler tveggja dyra og það hefur fjölbreytt úrval af torfærubúnaði.
Að framan er stuðari fyrir torfærur með spili og húddið lítur út eins og sérsniðið stykki með stórri „kraftbungu“.
Risadekk eru sett á samsettar felgur hjól og nokkrum sérsniðnum brettaköntum hefur verið bætt við til að mæta breiðum dekkjum.
Það eru „torfæruljós“ við framrúðuna og það lítur út fyrir að Wrangler búi yfir nýlega fáanlegum „hálfdyrum“. Autobloh reikbar hjafnvel með að innréttingins é með áklæðið sem sést í bakgrunni teikningarinnar.
Þetta „Páskajeppasafari“ hefst 27. mars og því ættum við að sjá hugmyndabílana opinberaða um það leyti. Það er mögulegt að það verði fleiri en þessi tveir Wrangler hugmydnabílar sem muni birtast, en við fylgjumst með því þegar nær kemur.
Jeep Wrangler 4xe
Við þekkjum nú þegar tvær gerðir frá Jeep með rafdrifi, Jeep Compass PHEV og Jeep Rengegade PHEV, sem Ísband í Mosfellsbæ kynnti í vetur, en Jeep hefur einnig komið fram með slíka útgáfua f Jeep Wrangler.
Hér að neðan er vídeó um Jeep Wrangler 4xe:
Umræður um þessa grein