Jeep frumsýndi nýjan „pallbíl“ – Gladiator á bílasýningunni í Los Angeles
Það má segja að þeir hjá Jeep hafi slegið á “stóru trommuna” á bílasýningunni í Los Angeles í gær þegar þeir frumsýndu sinn fyrsta “vörubíl (eða double cab) í 26 ár, Jeep Gladiator en framleiðsu á Jeep Comance var hætt árið 1992. Þetta eru líka stór tíðindi fyrir íslenska bílamarkaðinn, því þessi gerð bíla hefur verið mjög vinsæl og raunar uppfyllt þarfir margra sem vilja sameina jeppa, góða möguleika á að flytja farþega og vörur, allt í sama bílnum. Samkvæmt fréttum er áætlað að 2020 Jeep Gladiator komi í bandaríska sýningarsali á öðrum ársfjórðungi næsta árs.
Með helstu einkenni Jeep í útliti
Gladiator var frumsýndur á LA Auto Show á miðvikudaginn og það sést greinilega að hann heldur í táknrænt útlit Jeep, þar á meðal framhliðarljós og rúnnuð aðalljós. En þetta er samt ný hönnun á „vörubíl“ með nýjasta aldrifsbúnaði, sparneytnum vélum, 33 tommu hjólbarða fyrir torfæruakstur og fullt af rafrænum öryggisþáttum.
Eru að svara mikilli eftirspurn
„Það er gríðarmikil eftirspurn“ á Gladiator „frá tryggum Jeep-viðskiptavinum okkar og kaupendum pallbíla alls staðar,” sagði Tim Kuniskis, stjórnandi Jeep í Norður-Ameríku, við kynninguna. Gladiator verður í boði í fjórum aðalgerðum: Sport, Sport S, Overland og Rubicon. Hann mun geta dregið allt að 3.470 kíló og hafa allt að 725 kg burðargetu.
Þessi nýi pallbíll frá Jeep er með 3,6 lítra V6 vél sem skilar allt að 285 hestöflum með hefðbundinni sexhraða beinskiptingu; Átta hraða sjálfskipting er valfrjáls. Árið 2020 mun Jeep einnig bjóða upp á 3,0 lítra EcoDiesel V6 með átta hraða sjálfskiptingu sem staðalbúnað.
Tæplega 50 cm lengri en Wrangler
Það kom fram við frumsýninguna í Los Angeles af hálfu Jeep að grind Gladiator sé 78,7 cm lengri og hjólhafið sé 49,3 cm tommur lengra en á Wrangler í fjögurra dyra útgáfunni. Meðal öryggisbúnaðar eru bakkmyndavél, uppgötvun umferðar á blidsvæði og framvísandi myndavél til nota í akstri. Varahjólbarði í fullri stærð er innifalin undir pallinum.
Verð á Gladiator, sem verður smíðaður í verksmiðjum Jeep í Toledo, Ohio, verður tilkynnt þegar nær dregur markaðssetningu.
?
Umræður um þessa grein