- Það hafa margir beðið eftir því að sjá og „þreifa á“ nýja rafmagnaða Avenger-jeppanum frá Jeep.
En biðin er á enda því hann er kominn í sýningarsalinn hjá Ísband við Þverholt í Mosfellsbæ
Þessi nýi og jafnframt fyrsti 100% rafknúni bíllinn frá Jeep sló strax í gegn þegar hann var kynntur, og var valinn bíll ársins 2023 og setur þannig ný viðmið í sínum stærðarflokki.
Strax mikill áhugi
Það var greinilegt þegar við litum við að það hafa margir áhuga á bílnum og voru komnir að skoða hann.
„Það hafa margir komið og greinilegt að áhuginn er mikill“, sagði Sigurður Kr. Björnsson markaðsstjóri Ísband, „jafnt fólk sem var búið að ákveða að kaupa bílinn og eins aðrir sem vildu bíða þar til að þeir gætu skoðað hann nánar“.
„Ævintýri snýst um að upplifa og kanna nýja heima. Nýr og öflugur Jeep® fer með þig á vit ævintýra með glæsilegu útliti, 18” álfelgum og reiðubúinn að takast á við hvers kyns áskoranir“, segir á heimasíðu Ísband um þennan nýja jeppa.
„Djörf fagurfræði er innblásin af hinu þekkta Jeep® útliti. Einkennandi sjö raufa grill, svart þak og LED framljós að framan og aftan, undirstrika að Avenger er Jeep® þegar ekið er á vegum úti.
Innanrými Jeep® Avenger er hannað eftir þremur meginþemum: nýtísku, virkni og þægindum.
Snjallar geymslulausnir gera það að verkum að allt hefur sinn stað, allt frá snjallsímanum þínum til sólgleraugna. Hlý, notaleg sæti – í klassískum gráum og svörtum lit – þægindi til að upplifa sérhvern akstur eins og þitt eigið ævintýri.
Sameinar frammistöðu og skilvirkni
Fyrsti 100% rafmagnsbíllinn frá Jeep® sameinar frammistöðu og skilvirkni. Avenger er með drægni allt að 400 km*. Það tekur aðeins þrjár mínútur í hraðhleðslu að ná 30 km drægni. Það er um það bil sú vegalengd, sem ökumaður ekur að meðaltali á dag og tekur hleðslan styttri tíma en að drekka kaffi!
Þannig að allt frá daglegum ferðalögum í þéttbýli til ævintýra á torfærum vegslóðum, geturðu ekið áhyggjulaust án útblásturs í nýjum rafmögnuðum Jeep Avenger“.
Plássið í farangursrýminu er 355 lítrar.
Bíllinn er 1,78 cm á breidd og lengdin er 4,08 metrar. Hæð undir lægsta punkt er 20 cm.
Allt að 400 km meðaldrægni og 550 km drægni í þéttbýli (samkvæmt WLTP staðli) Það tekur aðeins 30 mín að ná 80% hleðslu við 100 kWh DC hraðhleðslu. Aflið er 156 hestöfl (rafmagn) og það er 100 kWh hleðsla á rafhlöðu.
Eiga von á fyrstu bílum til afgreiðslu í ágúst
Enn sem komið er þá er þetta eini bíllinn sem er kominn til landsins. „við eigum von á fyrstu bílunum til afhendingar í byrjun ágúst“, segir Sigurður, þannig að við þurfum að bíða aððeins eftir að sjá „bíl ársins 2023 í Evrópu í akstri á götunum.
Þrjár gerðir og aðeins framdrif
Ísband getur boðið upp á Avenger í þremur búnaðarstigum, Longitude, Altitude og Summit, með breytilegu stigi búnaðar. Grunngerðin Longitude er vel búin, en síðan bætist við búnaður í betur búnu stigunum tveimur.
Eins og komið hefur fram hér áður hjá okkur þá er Jeep Avenger aðeins í boði sem framdrifsbíll í bili en von er á fjórhjóladrifinni útgáfu strax á næsta ári.
Hér má lesa um reynsluakstur okkar á bílnum á Spáni fyrr í sumar.
Umræður um þessa grein