Jaguar I-Pace nú í boði sem „kappakstursleigubíll“
Ef þig hefur einhvern tímann langað til að láta kappakstursbílstjóra aka þér um Nürburgring brautina, eða „Græna Helvítið“ eins og hún er kölluð, en þér er umhugað um umhverfið, þá er nú loksins í boði að fara um brautina á rafmagnsbíl!

Bílaframleiðandinn Jaguar hefur byrjað að bjóða ferðir á Jaguar I-Pace um brautina og fyrir aðeins 149 evrur getur þú og tveir aðrir fengið að fara hring. Jaguar I-Pace hefur hröðun frá 0-100km/klst á 4,8 sek og hraðast fer hann í 200km/klst.


Ef þig langar að bóka þér far um hina 20,8 km löngu braut sem hlykkjast um 73 beygjur þá er hægt að gera það hér.
Umræður um þessa grein