Íslenskir hestar, selur og Land Rover
Hingað til lands koma bílablaðamenn og allar gerðir bílafólks til að aka hinum ýmsu gerðum bíla við spennandi aðstæður. Hvar er allra veðra von? Jú, á Íslandi. Besta veðrið? Versta? Allt á sama stað og ekki dregur úr ánægjunni hve fagurt er um að litast á Íslandi.
Leikstjórinn Antoine Elizabé birti áðan nýtt myndband sem tekið var upp á tveggja vikna ferðalagi á Land Rover Defender um hið margslungna Ísland að vetrarlagi.
Það sem undirritaðri þykir einna áhugaverðast er að Antoine Elizabé sér um leikstjórn, akstur, myndatöku (að mestu) og klippingu. Það er snjallt!
Driving Evolution og Land Rover í Frakklandi komu að þessum leiðangri og er útkoman áhugaverð eins og sést í myndbandinu: Eldur, ís, ár, drulla, hraun, hestar, selir og það er nú aldeilis eitthvað!
Umræður um þessa grein