Ineos staðfestir áætlanir um nýjan lítinn rafdrifinn 4×4
Nýja bílaframleiðslufyrirtæki Sir Jim Ratcliffe vinnur að litlum torfærubíl sem notar sérsmíðaðan rafbílagrunn
Við höfum öðru hvoru fjallað um Ineos Grenadier-jeppann sem mun líkjast eldri gerð Land-Rover, en núna koma nýjar fréttir af þeim bæ:
Ineos hefur staðfest að það ætli að bjóða upp á aðra gerð – algerlega rafknúinn jeppa sem mun verða minni Grenadier hvað varðar fótspor og nota nýjan, sérsniðinn alrafmagnaðann grunn.
Ineos segir að bíllinn muni „halda einkennum og torfærugetu“ Grenadier og gera má ráð fyrir að hann muni ekki víkja of mikið frá nýtingarhönnun bílsins – sérstaklega þar sem hann verður smíðaður í sömu Hambach verksmiðju í Frakklandi og stærri bíllinn.
Hingað til hefur Ineos vörumerkið reitt sig á utanaðkomandi samstarfsaðila til að sjá fyrir drifkrafti fyrir Grenadier. Bensín- og dísilútgáfur jeppans nota BMW vélar. Forstjóri Ineos og stjórnarformaður, Sir Jim Ratcliffe er líka áhugasamur um vetniseldsneytistækni, vörumerki hans mun nýta efnarafala sem Hyundai hefur þróað fyrir FCEV útgáfuna af Grenadier.
Bæði BMW og Hyundai eru nú framleiðendur með víðáttumikið úrvali rafmagnsdrifbúnaðar, svo við ættum ekki vera hissa á að sjá nýja litla rafknúna Ineos jeppann samþætt rafdrif og rafhlöðutækni frá öðru hvoru þessara fyrirtækja í nýja litla jeppanum.
Nýr Ineos mun fara inn á ört stækkandi markað fyrir alrafmagnaða jeppa og keppa við bíla eins og BMW iX1, Mercedes EQA, Audi Q4 e-tron og Lexus UX300e sem grófari valkost sem losar ekki útblástur.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein