- „Double-cab”- útgáfa af Grenadier mun eiga að keppa við bíla eins og Hilux í pallbílaflokki
Ineos hefur opinberað nafnið á langþráðu pick-up útgáfunni af Grenadier, sem mun fá opinbera frumsýningu á Goodwood Festival of Speed í næsta mánuði.
Ineos Grenadier Quartermaster, mun koma fram við hlið vetnisknúna Grenadier-bíl fyrirtækisins, áður en hann reynir við fræga brekku viðburðarins.
Gerðin hefur áður sést á lykilstigi prófunar þar sem henni hefur verið ekið á hálum vegum við erfiðar vetraraðstæður.
Væntanlegur pallbíll Ineos sást án hvers kyns „felulita”, með stórum alhliða dekkjum, sem ýtir undir vangaveltur um að hann verði jafn fær utan vega og systkini hans í jeppastíl.
Þessi mun verða sýndur við hlið vetnisknúna Grenadier fyrirtækisins.
Þegar bíllinn sást áður við prófanir á þjóðvegum var sú gerð ekki með hefðbundið hleðslurými að aftan, sem bendir til þess að hægt væri að bjóða upp á „alhliða” útgáfu af Grenadier með ýmsum tækjum og geymsluhólfum til að henta fjölbreyttri notkun, eins og þekkt var með „andlega forvera” hans, fyrri kynslóð Defender 130 pallbílsins.
Grenadier pallbíllinn mun án efa verða keppinautur Toyota Hilux og Volkswagen Amarok, sem báðir munu koma í uppfærslu með sömu undirstöðu á næsta ári.
Land Rover á enn eftir að staðfesta opna útgáfu af núverandi Defender en hefur áður gefið í skyn að slík gerð væri „tæknilega möguleg“ og myndi líklega verða sterkur sölubíll.
Svona var Ineos búið að „forkynna“ Grenadier-pallbílinn – með skuggamynd af afturendanum.
Tæknilega séð mun Land Rover pallbíllinn næstum örugglega fylgja jeppanum. Hann verður að öllum líkindum boðinn með sex strokka bensín- og dísilvélum frá BMW, sem skila 283 hö og 250 hö.
Hann heldur örugglega aftursætum sínum, verður á undirvagni með tvöföldu stýrishúsi, því sem við köllum almennt „double-cab”, en búast má við betri afköstum og bættri torfærugetu vegna minni þyngdar að aftan.
Búast má við meiri nytjaáherslu að innan, í takt við oft krefjandi vinnuálag 4×4 pallbíls. Venjulegur bíll er hannaður fyrir endingu, með niðurföllum í gólfinu og óhreinindaþolnum efnum, en pallbíllinn gæti verið boðinn á lægra verði ef hann er útbúinn með minni staðalbúnaði og færri glæsilegum aukahlutum.
(frétt á vef Autocar)
Umræður um þessa grein