ID. Buzz Cargo „alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“
Volkswagen ID. Buzz Cargo hlýtur verðlaun sem „alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“
Við fjölluðum um nýjasta útspil VW – ID.Buzz sem kynntur var nýlega sem fólksbíll og sendibíll, og það er greinilegt að bíllinn fær góðar viðtökur þótt hann sé ekki kominn formlega á markað.
Meira en 13.700 ID Buzz pantaðir, helmingur þeirra Cargo-útgáfan
Strax kominn með eftirsótt verðlaun
ID Buzz Cargo1 hlýtur hin virtu fagverðlaun „Alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“ (International Van Of The Year, IVOTY). Carsten Intra, forstjóri Volkswagen-atvinnubíla (Volkswagen Commercial Vehicles, VWCV), tók við verðlaununum úr hendi Jarlath Sweeney, stjórnarformanns IVOTY, á opnunarviðburði VDA, „Stjörnur ársins“.
ID Buzz Cargo1 fékk þessi eftirsóttu alþjóðlegu verðlaun þótt hann væri ekki enn kominn á markað.
Hann var þróaður eingöngu fyrir rafhlöðuknúna flutninga og verður afhentur viðskiptavinum algjörlega kolefnisjafnaður.
Carsten Intra: „Þetta er okkur mikill heiður og við erum stolt að fá þessi verðlaun fyrir ID. Buzz Cargo. Við viljum þakka öllum í IVOTY-dómnefndinni sem og öllum hjá Volkswagen-atvinnubílum sem áttu þátt í að gera ID. Buzz Cargo að besta sendibílnum í sínum flokki.“
Jarlath Sweeney, stjórnarformaður IVOTY, afhenti verðlaunin fyrir hönd 34 alþjóðlegra atvinnubifreiðablaðamanna sem skipa dómnefnd IVOTY: „Það er ekki oft sem algjörlega ný hugsun á bak við sendibíla kemur fram og vekur svona mikla athygli markaðarins.
Við óskum þróunarteymi Volkswagen-atvinnubíla til hamingju með að hafa skapað þetta einstaka ökutæki.“
1 ID Buzz Cargo (150 kW/204 hp) orkunotkun samanlögð í kWh/100 km: 22,2-20,4; samanlögð kolefnislosun í g/km: 0.
(fréttatilkynning frá VW og Heklu)
Umræður um þessa grein