Hyundai flýtir fyrir þróun rafbíla til að mæta Tesla
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f20b1d5f5441d3b746771a5_Hyundai%20Kona%20Electric%20UK%202020-8.jpg)
SEOUL – Hyundai Motor, sem áður horfði til annarra orkugjafa fyrir utan rafmagn, svo sem vetnis, hefur fylgst með uppgangi Tesla, þar á meðal á heimavígstöðvum. Núna er Hyundai að fara að auka sókn sína á rafhlöðudrifnum markaði þar sem bandaríski framleiðandinn hefur haft forystu á sviði rafbíla.
Suður-kóreska fyrirtækið hyggst kynna til sögunnar tvær framleiðslulínur tileinkaðar rafbílum, eina á næsta ári og aðra árið 2024, samkvæmt innra fréttabréfi framleiðandans sem fréttastofa Reuters hefur séð.
Euisun Chung, leiðtogi Hyundai Motor Group sem einnig nær yfir Kia, hefur einnig haldið röð funda síðan í maí með starfsbræðrum sínum hjá Samsung, LG og SK Group, sem búa til rafhlöður og rafræna íhluti.
Tilgangurinn með viðræðunum, sem kynntar voru opinberlega, var að Hyundai myndi reyna að festa rafhlöður á tímum þar sem framboð var mikið þar sem kapphlaupið um rafbíla magnast, samkvæmt nokkrum heimildum iðnaðarins.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f20b1f989796dd77e4cbcb8_Kona1.jpg)
Þessir framleiðendur sjá einnig um framleiðslu á rafhlöðum fyrir aðra framleiðendur bíla, þar á meðal Tesla, Volkswagen Group og General Motors.
Hyundai sagði við Reuters að fyrirtækið væri í samstarfi við kóreska rafhlöðuframleiðendur „til að auka rafbílaframleiðslu sína á skilvirkan hátt. Hyundai neitaði að tjá sig um áform um að taka upp sérstaka framleiðslulínu.
Talsmenn Samsung, LG og SK neituðu einnig að tjá sig.
Fréttirnar benda til þess að bílaframleiðandinn sé að sækja fram af krafti til að auka rafmagnsgetuna, nokkrum dögum eftir að Chung tilkynnti 14. júlí að Hyundai Motor Group stefndi að því að selja 1 milljón rafhlöðudrifna rafbíla á ári og ná yfir 20 prósenta markaðshlutdeild fyrir 2025.
En þetta á nokkuð langt í land; Fyrirtækjasamstæðan seldi 86.434 rafbíla á síðasta ári, samkvæmt gögnum frá ráðgjafafyrirtækinu LMC Automotive. Það var meira en þeir 73.278 bílar sem VW Group seldi, en töluvert minna en þeir 367.500 bílar sem Tesla afhenti.
Hyundai, sem er bílaframleiðandi númer 5 á heimsvísu ásamt Kia, sagði „snerpu“ fyrirtækisins vera þannig að það gerði því kleift að taka slaginni varðandi rafbílana. „Við erum viss um að Hyundai muni aldrei mistakast þetta“, sagði bílaframleiðandinn.
Áhyggjur vegna Tesla Model 3
Háttsettur innherji í Hyundai, sem vildi ekki koma fram undir nafni vegna þess hve málið er viðkvæmt, sagði að Hyundai hefði ekki haft áhyggjur af Tesla þegar fyrirtækið í Silicon Valley var að framleiða bíla fyrir dýrari hluta markaðarins.
En það varð meiri áhyggjuefni þegar Tesla kom fram með hinn hagkvæmari Model 3 bíl árið 2017, samkvæmt innherjanum sem lýsti því sem „stefnumótandi sigri.“
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f20b249821f5a817385606f_2018-hyundai-kona-awd-99leadgallery-1525446729.jpg)
Enginn hefðbundinn bílaframleiðandi hefur náð góðum árangri enn sem komið er í að ná Tesla, sem heldur áfram að vera í fremsta flokki hvað varðar rafhlöðu- og hugbúnaðartækni.
Hyundai gæti einnig horfst í augu við hindranir frá öflugu stéttarfélagi sínu, sem hefur áhyggjur af atvinnuöryggi þar sem rafbílar þurfa færri íhluti og starfsmenn en bensínbílar.
Þessi andstaða gæti verið meiri vegna þess að bílaframleiðandinn framleiðir í dag fjölda lykilþátta fyrir hefðbundna bíla sína innanhúss, en margir íhlutir eru framleiddir hjá öðrum í dag.
Stéttarfélagið leggur áherslu á að fyrirtækið færi framleiðslu lykilíhluta rafbíla, svo sem rafhlöðupakka og mótora, inn í fyrirtækið til að vega upp á móti allri fækkun vinnuafls.
„Við erum ekki á móti framleiðslu rafbíla. Kodak varð gjaldþrota vegna þess að það festist í filmunni þegar iðnaðurinn var að færast yfir í stafræna ljósmyndun,“ sagði talsmaður stéttarfélagsins Kwon Oh-kook við Reuters.
„Við viljum bara vernda störf félaga okkar,“ sagði hann.
Hyundai sagði að bílaframleiðendur og stéttarfélög þyrftu að flýta fyrir breytingum til að vera áfram lífvænleg til langs tíma.
Vetnisbílar á móti rafbílum
Árið 2010 bjó Hyundai til 230 rafmagnsbíla fyrir stjórnvöld, en þeir enduðu svo að þeir voru settir í varanlega geymslu í rannsóknarmiðstöð fyrir utan Seoul vegna skorts á hleðslustöðvum, að sögn Lee Hyun-soon, yfirmanns rannsókna og þróunar á þeim tíma.
Árið 2014, sagði Lee, sem þróaði fyrstu bensínvélar í Suður-Kóreu, að slík rafknúin farartæki væru „ekki raunhæf“, þar sem hann vitnaði einnig í mikinn rafhlöðukostnað og að vetnisbílar – samkeppnisfær hrein tækni – væru „björt“ framtíð.
Ásamt Toyota og Nikola var Hyundai einn af fáum bílaframleiðendum sem hafa stutt vetnisbíla. Fyrirtækið kom fram með fyrsta fjöldaframleidda vetnisbíl iðnaðarins, Tucson vetnisbílinn, árið 2013 og Nexo árið 2018.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f20b1fd15ed4661dc9c50a2_large-37283-2020kona-1564425208.jpg)
Tæknin hefur þó ekki náð flugi. Aðeins 7.707 vetniseldsneytisbílar voru seldir á heimsvísu í fyrra samanborið við 1,68 milljónir rafbíla samkvæmt LMC Automotive.
Á heimamarkaði Hyundai átti Tesla sinn besta mánuð í júní þar sem Model 3 sló út Hyundai Kona EV, auk bíla frá BMW og Audi.
„Hyundai bjóst ekki við að Tesla myndi ráða yfir rafbílamarkaðnum svo hratt,“ sagði annar einstaklingur, sem þekkir til þess sem er að gerast innan fyrirtækisins, við Reuters.
Hyundai Motor er með markaðsvirði um 25,3 billjónir kóreskra won (um 21,2 milljarða dollara) – sem er minna en tíundi hluti af Tesla, sem nú er talinn verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Þó Hyundai kynnir vetnisbíla sína með K-pop strákabandinu BTS, hyggst framleiðandinn aðeins kynna tvær gerðir sem nota vetni fyrir árið 2025, en hins vegar 23 rafknúnar gerðir.
Peter Hasenkamp, varaforseti sprotafyrirtækisins Lucid, sem er á sviði raftækni, sem áður starfaði hjá Tesla og Ford, sagði að rótgrónir bílaframleiðendur stæðu frammi fyrir sögulegri „tregðu“ til að takast á við breytinguna yfir í rafbíla.
„Hluti af ástæðunni fyrir því að við erum í Silicon Valley er að nýta bæði hugbúnað og sérfræðiþekkingu í rafmagnsverkfræði,“ sagði Hasenkamp við Reuters. „Það hefur tekið nokkrar kynslóðir fyrir stóru bílafyrirtækin til að læra virkilega hvernig á að gera þetta vel. Það er miklu erfiðara en þeir héldu að það væri.“
Reuters / Automotive News Europe
?
Umræður um þessa grein