Það eru ekki allir jafn sáttir með bílana sína. Hins vegar verða sumir að sætta sig við það sem í boði er. Á flökti mínu um Youtube rásins rakst ég á nokkur myndbönd sem gripu athygli mína.
Enn og aftur sést að sé viljinn nógu sterkur gengur flest upp.
Hér má sjá Toyota Corolla sem hefur mátt muna fífil sinn fegri. Þessi er notaður sem sendibíll.
Toyota Corolla. Þessi er greinilega ekki að virða hæðartakmarkanir.
Drusla fær nýja merkingu
Bílar eru hugsaðir til ýmissa nota. Það eru framleiddir flutningabílar til að sinna flutningum, fólksbílar og rútur til að sinna fólksflutningum og tankbílar til að flytja fjótandi farm.
Hins vegar virðast afríkubúar nota fólksbíla til allra nota.
Mercedes Benz sendibílar hafa löngum verið vinsælir fyrir styrk og endingu.
504 bíllinn virðist ódrepandi
Peugeot 504 er löngu orðinn klassískur bíll sem framleiddur var af Peugeot frá 1968 til 1983.
Bíllinn var hannaður af ítalska bílastílistanum Pininfarina og var framleiddur í ýmsum gerðum, þar á meðal fólksbifreið, kúpubakur, skutbíll og pallbíl.
504 var þekktur fyrir styrkleika, áreiðanleika og fjölhæfni, sem gerði hann vinsælan bæði meða vestrænna ríkja og í þróunarlöndum.
Þessi gamli 504 keyrir en það er svo sem ekki mikið eftir af greyinu.
Einn athyglisverður eiginleiki Peugeot 504 var ending hans, sem gerði hann hentugan fyrir erfitt landslag og krefjandi aðstæður.
Hann öðlaðist orðspor fyrir að vera harðger og áreiðanlegur bíll, oft notað í erfiðu umhverfi eins og dreifbýli og á grófum vegum.
Hér er annar 504, aðeins yngri. Lítur betur út.
Þessar myndir eru úr bílnum hér að ofan, Peugeot 504. Eigandinn notar hann sem sendibíl. Hann segist þekkja bílinn mun betur en konuna sína.
Keyrir bara fyrri partinn
Við byrjum yfirferð okkar í borginni Ouagadougou í Burkina Faso. Þar starfar ungur maður sem leigubílstjóri á nokkuð lúnum Mercedes 190.
Hann segist aka meira fyrri part dags því eftir sem líður á daginn bilar bíllinn oftar og oftar en ekki ofhitnar hann enda heitt í borginni.
Gott ef mér heyrðist pilturinn ekki segja eina til tvær milljónir kílómetra, annars vissi hann líklega ekkert um það.
Þessi virðist ekki á þeim buxunum að gefast upp. Ekinn allavega milljón kílómetra.
Þessi 190D Benz ekur best þegar sólin er ekki farin að skína. Þolir illa hitann seinnipartinn.
Mazda sem neitar að gefast upp
Næst rakst ég á klippu sem sýnir Mazda 323 1,6 GLX, líklega 91 módel sem ekinn er um 2 millur kílómetra.
Þarna voru ekki almennt komnir radfrifnir afturhlerar en takið eftir því hvernig hann heldur skotthleranum uppi.
Mazda 323, GLX árgerð 1991 ekinn 2 milljónir kílómetra. Aðeins farinn að láta á sjá.
Ódrepandi kvikindi
En hvaða bílar eru þeir sem maður rekst oftast á sem eru svona mikið notaðir. Jú, það er þýski gæðingurinn Mercedes Benz.
Það virðast vera nær ódrepandi gripir. Þarna má sjá eldgamla Peugeot 504 sem enn aka, hreinlega á lyginni einni saman.
Toyotur eru einnig algengar í Afríku og þær keyra menn þangað til þær hreinlega hrynja undan þeim.
Þetta er 504 Peugeot. Þessi fengi ekki skoðun hjá Frumherja.
Annars mátti sjá bíla eins og Opel Zafira og Renault 21 skutbíl í þessari yfirferð minni.
Renault 21, Opel Zafira og Mercedes.
Aðstoðarbílstjóri skilyrði
Þessi Mercedes Benz vörubíll hafði aðstoðarbílstjóra sem hafði það verkefni að halda við gírinn og hlaupa út og hella vatni í vatnskassann.
Þarna nota menn bara gúmmí til að tryggja það að fjaðrablöðin tolli.
Aðstoðarbílstjórinn sér um kveikjuna og kafteinninn svissar.
Ekki veit ég hvaða glundur er á þessum tankbíl af Ford gerð – en, allavega er eitthvað Ford merki framan á honum.
Fátæktin greinilega mikil og fólk kann að bjarga sér því það hefur ekki annað.
Myndbönd
Pistill unninn upp úr Youtube myndböndum.
Umræður um þessa grein