Sex mánaða rafmögnuð upplifun
- Hvernig er að skipta yfir í rafbíl?
Næstu sex mánuðina munum við hjá Bílablogg hafa splunkunýjan VW ID.4 í okkar höndum. Í samstarfi við Heklu munum við gera nokkra skemmtilega og upplýsandi myndbands þætti sem birtir verða á vefnum okkar Bílablogg.is, Facebook og Youtube rásinni okkar.
Efni þáttanna verður fjölbreytt. Við ætlum að taka á flestum þeim þáttum er lúta að því að snúa frá bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagnsbíl.
Margs að spyrja
Að sjálfsögðu vakna margar og misjafnar spurningar við skoðun á kaupum á rafmagnsbíl. Hver er drægnin, hvað er ég lengi að hlaða, hvernig á ég að nota bílinn, eru vegakerfið tilbúið fyrir alla tæknina og hvernig eru tryggingamálin.
Öllum þessum spurningum leitum við svara við hjá þeim sem þekkja best til í bransanum.
Fylgist með næstu sex mánuði á Bílablogg.is – þetta verður skemmtilegur pakki.
Fyrsti þáttur í næstu viku
Við sendum út fyrsta þáttinn í seríunni í næstu viku. Þar verða meðal annars viðtöl við Ísorku, Orku náttúrunnar og Bergraf sem setur upp tengir hleðslustöðvar.
Umræður um þessa grein