Hver verður „bíll ársins”?
- 12 bílar sem keppa til úrslita búnir í reynsluakstri fyrir lokastigagjöf og úrslit verða kunn þann 7. Júní
Hópur bílablaðamanna prófaði bílana 12 sem keppa til úrslita í valinu á bíl ársins miðvikudaginn 26. maí. Þessi lokaprófun fór þannig fram að hópurinn fór með bílana upp í Hvalfjörð og þar skiptist hópurinn á að prófa bílana 12, sem var auðvelt á fáförnum þjóðveginum um fjörðinn.
Það var stoppað reglulega og hópurinn skiptist á bílum svo allir næðu að rifja upp kosti bílanna, en flestir voru búnir að reynsluaka þessum bílum áður.
Um hádegið var tekið „hvíldarstopp“ á Hótel Glym og notið góðra veitinga en síðan haldið áfram út fjörðinn og út á Akranes, áður en haldið var aftur til baka í bæinn.
En að loknum þessum „reynsluakstri“ lá fyrir að fylla út upplýsingablað, þar sem hverjum bíl er gefin einkunn frá 0 til 10 í tólf mismunandi þáttum, en hámarksfjöldi stiga sem hver bíll getur fengið er 120 stig.
Að stigagjöf lokinni er ljóst hvernig bílarnar raðast í þessum fjórum flokkum, og í lokin er það svo sá bíll sem hlýtur hæstu stigagjöfina yfir heildina er valinn „bíll ársins.
En þetta eru bílarnir sem voru að keppa um titilinn „bíll ársins“
Flokkarnir fjórir
Úrslitin kunn þann 7. júní
Tilkynnt verður um úrslit í sérstöku hófi BÍBB í húsakynnum Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 mánudaginn 7. júní næstkomandi. Einnig munum við hér á bílablogg fjalla nánar um valið og úrslitin þegar að því kemur.
Umræður um þessa grein