Það má slengja því fram hve margir bílar verða til í heiminum á ári hverju, án þess að það sé sérlega áhugavert. Öllu raunverulegri verður myndin af heildinni þegar hugsað er um bílafjöldann sem verður til í hverjum mánuði, viku eða á degi hverjum.
Í Kína verða árlega til um 26 milljónir ökutækja (til einkanota). Það eru um 28 prósent bílaframleiðslunnar á heimsvísu.
Næst á eftir Kína koma Bandaríkin með tæpar 10 milljónir ökutækja, svo Japan með um 7, Indland með rúmlega 4,4 milljónir og Suður-Kórea með 3,5 milljónir ökutækja.
Ég verð að játa að milljónir á ári eða milljarðar á ári draga ekki upp sérlega lýsandi mynd í mínum huga. Þess vegna þykir mér gott að notast við aðrar mælieiningar og ýmist stærra eða smærra samhengi.
Sjáum nú til! Á vefsíðunni Money Shake er eitt og annað að finna. Til dæmis kemur þar fram að á hverri mínútu verða til 19.9 bílar af gerðinni Volkswagen og 19.8 Toyotur. Þriðji framleiðandinn í röðinni er Hyundai með 13.7 bíla á mínútu.
Á meðan þú varst að lesa…
Það verða til 6.374 fólksbílar að jafnaði á hverri klukkukstund í heiminum. Þar af verða 2.300 til í Kína. Á klukkustund. Alla daga. Alltaf.
Segjum að þú, lesandi góður, hafir verið mínútu að lesa það sem hér hefur komið fram, þá urðu 106 bílar til á þeirri mínútu. Það er frekar sturluð staðreynd! Ekki satt?
Hér er mjög flott gagnvirkt kort af bílaframleiðslu heimsins.
Og hér má sjá hversu margir bílar seljast í heiminum á hverri stundu:
Upplýsingar sem þessar má finna á vef LeasingOptions.co.uk:
Eitthvað sem skoða má í þessu samhengi:
Er kínverskt vont?
Ein lítil, tvær litlar, þrjár litlar Teslur…
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein