Eins og það hefur nú verið gaman að fylgjast með afrekum og mistökum Roberts Maddox, eða The Crazy Rocketman, þá er það sennilega góð vísbending um að nóg sé komið þegar maður er farinn að hafa áhyggjur af því hvort sjóðheitt púströrið tendri bál í skeggi mannsins.
Hér ekur hann Svörtu perlunni, tveggja mótora „Jet kart“ um eyðimörkina í Cedarville í Kaliforníu. Ætli það sé ekki í lagi að segja að þessi síðasta birting á myndbandi The Crazy Rocketman hér á Bílabloggi sé eins konar virðingarvottur við manninn?
Manninn sem á síðustu mánuðum hefur búið til ófáar græjurnar, næstum því kveikt í ýmsu og tekið ótrúlegum framförum í sjálfsmyndatöku!
Hann hefur gert eitt og annað, blessaður karlinn, á síðustu misserum:
Hvað gerir hann nú?
Allt rauðglóandi í kringum „The Rocketman“
Crazy Rocketman og „Steampunk“ þotuhjólið
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein