Maður hefur oft velt því fyrir sér hvað verði um „gamla“ bíla úr Formúlu 1. Það er nokkuð ljóst að margir fara á söfn annað hvort einkasöfn eða önnur sem opin eru almenningi. En það á þó ekki við um þá alla.
Að keppnistímabili loknu er þó allur gangur á því hvað um bílana verður og ber liðunum engin skylda til að upplýsa neitt sérstaklega um afdrif bílanna; hvort eitthvað er endurnýtt, því skilað o.s.frv.
Hér birtist fyrir nokkru grein um skemmtilegt uppátæki Red Bull-liðsins sem notaði eldri Formúlubíl uppi á fjöllum til að vekja athygli á sportinu fyrir fáeinum árum en greinina má lesa hér.
Ýmsar sögur eru sagðar um bílana og má þar nefna að sumir þeirra endi inni í stofu hjá ökumönnum og fleira í þeim dúr. Í meðfylgjandi myndbandi er komið inn á þetta en ég bið lesendur að taka þessu sem léttu sprelli svona á jólunum. Það er svo margt sagt en ekki allt satt. Hvað sem því líður er allt í lagi að velta hlutunum fyrir sér.
Umræður um þessa grein