Hummer snýr aftur formlega sem 1.000 hestafla rafbíll í Super Bowl auglýsingu
-fer úr 0 í 100 km á 3 sekúndum
Hummer, sérstakur, umdeildur og löngu dauður ofurjeppi, snýr aftur á sunnudaginn í Super Bowl auglýsingu sem forsýnir endurkomu sína undir vörumerkinu GMC. General Motors tilkynnti um þennan nýja bíl og forsýndi ökutækið með röð myndskeiða (sjást hér að neðan) á fimmtudagsmorgun, sem staðfestir fregnir af upprisu Hummer sem hafa kraumað í marga mánuði.
Hummer snýr aftur sem rafknúinn pallbíll sem getur sýnt 1.000 hestöfl, 15591 nM tog, og hröðun 0 í 100 km á 3 sekúndum.
„Við komum til að spila bolta,“ sagði talsmaður í viðtali við bílavefinn bandaríska Autoblog. Aksturssvið á rafmagi hefur ekki verið gefið upp enn þá. Kynningarmyndirnar sýna grill sem rifjar upp gömul Hummer farartæki, þó útlitið sé uppfært með áberandi ljósum.
GM mun smíða endurfæddan Hummer í Detroit-Hamtramck verksmiðjunni í Michigan sem einu sinni var talið ætla að loka. Hann verður afhjúpaður 20. maí á viðburði, hugsanlega í Las Vegas. Pallbíllinn verður fáanlegur haustið 2021.
„GMC smíðar fína og hæfa vörubíla og jeppa og GMC HUMMER rafbíllinn tekur þetta í nýjar hæðir,“ sagði Duncan Aldred, varaforseti Global Buick og GMC, í yfirlýsingu. „Við erum spennt að frumsýna okkar byltingarkennda vörubíl með núlllosun á stærsta kvöldinu í sjónvarpsauglýsingum.“
Í auglýsingunni á Super Bowl verður LeBron James stjarna Los Angeles Lakers að sögn heimilda í hlutverki sögumanns.
Hummer mun keppa við fjöldann allan af rafbílum og framleiðendum jeppa, þar á meðal Rivian, sem tilkynnti á miðvikudag að hann ætli að hjálpa til við að byggja fyrsta rafmagnsbíl Lincoln í samvinnu við Ford Motor Co. Hummer mun einnig keppa við Tesla Cybertruck, rafbíl frá Bollinger og aðra keppinauta.
GM hætti með Hummer árið 2010 eftir að hafa reynt að selja vörumerkið til kínverskra fjárfesta þar sem þeir hættu með einingar við nær sögulegt gjaldþrot og endurskipulagningu.
Með tilkynningu í dag sendi GM frá sér fjölda myndskeiða af þessum nýja Hummer:
Umræður um þessa grein