Svona Fiat 500 hefur maður ekki séð áður! Alla vega ekki ég. Hann er 480 kíló og með 143 hestafla Swiftune A vél aftur í. Og þetta litla kvikindi hlýtur að vera óheyrilega gaman að prófa!
Ian Medcald heitir eigandi bílsins og keppir hann í British HillClimb en fyrst var keppt í því árið 1947 og væri gaman að taka það til umfjöllunar einhvern daginn. Nema hvað! Þessi Fiat er áhugaverður og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi er hann ótrúlega knár þótt hann sé smár og fisléttur!
Fleiri léttir, nettir en sprækir:
627 kílóa Porsche 911!
Sportbíllinn sem ekki varð
Fjarstýrður bíll keppir við formúlubíl!
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein