Hrikalega ljótur eða fáranlega flottur?
Nafnið er svo sem ekkert spennandi en það skiptir engu máli þegar varan er svona fáránlega flott, er sagt um þennan nýja furðulega rafmagnsbíl.
Bíllinn sem kallast eBussy er byggður úr einingum sem mynda fjölbreytt úrval bíla með hagnýtt notagildi.
eBussy er að hluta til í blæjudeildinni en einnig í húsbílabransanum. Electric Brands sem er framleiðandi bílsins sjá fyrir sér grunn sem passar fyrir nokkrar gerðir bíla. Tveggja til fjögurra dyra pallbíla og allt þar á milli.
Skrítinn bíll?
Hugmyndin að þessum bíl minnir óneitanlega á þegar Bjallan kom til sögunnar en hönnun hennar var sem kalt vatn í andlit bílaframleiðenda. VW notaði einmitt sama grunninn fyrir fleiri gerðir sem í daglegu tali var kölluð “skelin” en breytti síðan því sem kom ofan á skelina eins og þeim datt í hug. Þannig gat VW boðið upp á sportara, fólksbíla og sendibíla – alla byggða ofan á sömu skelina.
Til viðbótar mun Electric Brands bjóða upp á fjórhjóladrifs útgáfu sem situr hærra á vegi og með stærri hjólbörðum – nokkurskonar Offroad bíll eða það sem við myndum í daglegu tali kalla jeppling.
Drífur örugglega eitthvað
Allar útgáfur eru með fullkomnu fjórhjóladrifi og beygjum á öllum hjólum. Bíllinn verður með sólar rafhlöðueiningum ásamt því að hlaða umframorku þegar dregið er úr hraða.
Aflið ekki á hreinu
Fréttir herma að bíllinn verði um 367 sm. að lengd. Í ljósi þess má ætla að bíllinn gæti borið rafhlöðupakka upp á 10-30 kWh. Giskað er á að þyngdin verði undir 500 kg. Að því sögðu mætti ætla að hægt yrði að aka bílnum á bilinu 200 til 600 km. sem er reyndar fáránlega breitt akstursbil. Það gæti svo breyst eftir því hvernig bíllinn verður endanlega. Þess ber að geta að Evrópskt mat á drægni og því Bandaríska er talsvert langt frá hvort öðru.
Það verður einhver mótor
Ekki liggur fyrir hverskonar mótor verður í eBussy en menn eru að spá og spekúlera. Reiknað er með að bíllinn verði meira í áttina að burðardýri en spyrnubíl. Aflið sem vitnað er í er um 20 hestöfl en það liggur ekki fyrir hvort það er heildarafl eða afl út í hvert hjól.
Togið sem er rætt um er áætlað um 1000 Nm og væntanlega er það tog út í hjól en ekki mótor.
Er þetta næsta Rúgbrauð?
Við erum að tala um 3 milljónir sirka. En palanið er að byrja að afhenda einhvern tímann á næsta ári. Útgáfan sem hefur vakið hvað mesta athygli er húsbíllinn og verður athyglivert að sjá hvort hann verður kannski næsta Rúgbrauð!
(byggt á grein Autoblog).
Umræður um þessa grein