- ?Nemendur frá háskólanum í Stuttgart hafa smíðað rafbíl með einstaka hröðun
- Meðfylgjandi myndband sýnir hvernig 0-100 km/klst á 1,416 sekúndum lítur út
Núna getur Tesla stigið til hliðar, það er komið nýtt hröðunarmet: Bíll sem hópur tuttugu nemenda við háskólann í Stuttgart á það met. Einsæta koltrefja rafbíllinn setti nýtt hröðunarmet 6. október 2022 á Bosch kappakstursbrautinni í Renningen í Þýskalandi og náði 0-100 km/klst á 1,416 sekúndum.
Sá rafbíll sem státar af mestri hröðun var smíðaður af hópi unglinga og nokkurra 20-eitthvað ára gamalla.
Bíllinn var smíðaður af GreenTeam og hröðunaraksturinn var tekinn upp okkur til ánægju og áhorfs.
Ótrúlega lág þyngd bílsins þýðir að afl miðað við þyngd kemur inn á svimandi 1726 hestöflum/tonn.
Eins og búast má við stóð GreenTeam frammi fyrir fjölda áskorana í gegnum smíða- og prófunarferlið, útskýrði Pavel Povolni, stjórnarformaður Förderverein GreenTeam Uni Stuttgart e.V.
„Við urðum fyrir miklu áfalli í lok júlí. Í tilraunaakstri til að slá heimsmetið missti bíllinn rásfestuna á miklum hraða og hafnaði á hjólbarðastafla sem þjónaði sem brautarhindrun. Sem betur fer slapp ökumaðurinn ómeiddur en bíllinn skemmdist mikið.“
GreenTeam hefur áður komið að því að slá 0-100 km/klst metið og setti tímann 2,681 sekúndur árið 2012. Hins vegar sýnir nýi besti tíminn hversu langt rafbílatækni hefur náð á síðasta áratug. Hversu lengi mun þetta met standa?
(grein á vef CarThrottle)
Umræður um þessa grein