Hraðamælum hefur verið breytt í 1,6 milljón bandarískra bíla samkvæmt nýlegum fréttum
Illinois er að sögn eitt af verstu ríkjunum með 60.000 bíla með breyttar aksturstölur
Nýlega var upplýst um ólöglegt athæfi í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV, þar sem fram kom að bílaleigur hafa lækkað aksturstölur bíla til að gera þá seljanlegri. En þetta á ekki bara við hér á landi. Nýlega upplýsti fréttaskýringarþátturinn InvestigateTV á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC12 um svipað ástand í Bandaríkjunum.
Það er auðsjáanlegur veruleiki að sumt fólk er enn ekki meðvitað um þetta að mati NBC 12 InvestigateTV: Stafrænir akstursmælar eru ekki öruggir né með varnir gegn því að mælastöðunni sé breytt. Í sumum tilvikum er auðveldara að breyta stafrænu tölunum en í gömlu hraðamælunum. NBC sýnir fram á þetta í grein sem segir að um 1,6 milljónir bíla í Bandaríkjunum hafi orðið fyrir áhrifum slíkra svika á akstursmælum.
NBC leitaði til Carfax sem sérfræðinga í málinu og notaði 2006 Chevrolet Silverado sem dæmi í löngu myndbandi þar sem útskýrði þetta vandamál sem er til staðar á landsvísu. Silverado-bíllinn byrjar með 230.323 mílur á vegalengdarmælinum, sem að hluta ákvarðar verðmæti pallbílsins í um 3.700 dollara í endursölu í Richmond í Virginíu. Í myndbandinu sýnir vélvirki með búnaði sem auðvelt er að kaupa, hversu auðvelt er að láta ökumæli ökutækisins sýna 130.483 mílur. Það tók minna en eina mínútu að búa til nýja sögu bílsins, og það eykur verðmæti pallbílsins í meira en 8.000 dollara í endursölu.
Slík fölsun (og alríkisbrot) setur pallbílinn og hugsanlega kaupendur sína í alvarlega áhættu. Ekki aðeins eru kaupendur að borga miklu meira en þeir ættu að gera fyrir minna verðmæta notaða bíla, þeir gætu líka ekki tekið tillit til viðeigandi viðhalds og varúðarráðstafana sem eiga við um það ökutæki.
NBC talaði við konu sem varð fyrir áhrifum af slíkum glæp. Hún keypti 2008 árgerð af BMW með 136.507 mílna stöðu á vegalengdarmæli fyrir 9.500 dollara. Eftir að hafa upplifað margvísleg vandamál varðandi þetta ökutæki komst hún að því að staðan á ekinni vegalengd hafði einu sinni verið lækkuð úr 218.486 mílum niður í 135.764 mílur.
„Ég myndi aldrei hugsað að það væri hægt að lækka aksturstölu á stafrænum vegalengdarmæli“, sagði konan.
Þetta vakti athygli á atriðum sem við viljum benda á segir NBC. Konan segir að eftir að hún keypti bílinn, þá tók hún eftir vandamálum við ökutækið og skoðaði síðan stöðuna á VIN-númeri bílsins (VIN í Bandaríkjunum er svipað og útkoma úr stöðu skráningar hjá Samgöngustofu þar sem er að finna stöðu á akstursmæli og fleiri upplýsingum við árlega skoðun). Að mati NBC er þetta andstæða þess sem einhver sem kaupir notaðan bíl ætti að gera. Ávallt skal skoða VIN og sögu ökutækisins áður en þú kaupir bíl. Einföld skoðun á sögu bílsin hefði sýnt að staða á eknum mílum hefði verið lækkuð og hún hefði getað losnað við vandamálin að öllu leyti. Carfax í Bandaríkunum er jafnvel með ákveðna vefsíðu til að skoða svik á akstursmælum.
Það kom fram í fréttinni hjá NBC að Illinois væri það ríki innan Bandríkjanna þar sem þetta væri einna verst og þar snerti þetta 60.000 ökutæki.
Þessar upplýsingar frá Bandaríkjunum árétta það að þetta þjónar sem áminning fyrir þá sem kaupa notaða bíla að slíkt krefst réttra rannsókna og skoðunar, og leita aðstoðar fagmanna ef þörf þykir.
?
Umræður um þessa grein