- Honda kynnir nokkrar frumgerðir á Auto Shanghai 2023
- Allt önnur taktík fyrir Kínamarkað
Honda hefur opinberað nýjustu hugmyndir rafknúinna ökutækja fyrirtækisins á Auto Shanghai 2023. Tvær þeirra eru frumgerðir nálægt framleiðsluútgáfu, en þriðja hugmyndin er ekki komin alveg eins langt.
e:NP2.
e:NS2.
E:NP2gerðin og e:NS2 eru í raun tvær útgáfur af sama bíl en þeir verða boðnir á Kínamarkaði snemma árs 2024.
Bílarnir eru afrakstur annarrar umferðar hönnunar á e: N röð rafmagns gerðanna sem byggð er á rafmagnsgrunni fyrirtækisins.
Fyrri hugmyndabílarnir voru kallaðir e: NP1 og e: NS1, sem svipaði til þeirra bíla sem við köllum HR-V (í Kína heita þeir XR-V og Vezel).
Ef þér finnst e:NP2 og e:NS2 líta svipað út, þá er það ekkert rugl í þér. Þetta er nefnilega sami bíllinn með aðeins mismunandi hönnun.
Honda er með tvö samstarfsaðila í Kína, GAC Honda og Dongfeng Honda og báðir smíðuðu útgáfu af bílnum. Nef e: NS2 líkist reyndar meira Honda Clarity, en e: NP2 lítur meira út eins og síðasta kynslóð Honda Accord. Báðir eru þeir í hlaðbaksstíl.
Á sama tíma forsýnir Honda e:N sportjeppann sem er þriðja yfirhalning hönnunar e:N seríunnar, sem áætlað er að komi seint á árinu 2024.
Sá er nokkuð hefðbundinn en frekar ferkantaður að aftan. “序” þýðir „formáli e. Prologue” á kínversku, en bíllinn lítur út fyrir að eiga lítið sameiginlegt með bandaríska Honda Prologue sem deilir General Motors grunni.
Honda segir að aksturseiginleikar allra þessara ökutækja dragi fram sögu fólksbifreiða sinna með skarpri meðhöndlun og láti ökumanninn „renna saman við“ bílinn þegar hann ekur.
En miðað við hversu langt úti á túni útlit nútíma Honda er frá gömlu góðu CRX og Prelude bílum þeirra verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta reynist rétt hjá Honda með aksturseiginleikana.
Allir þessir þrír nýju bílar eru einnig með nýjasta hugbúnaðinn, þar á meðal Honda Connect 4.0.
Fjölmiðlamyndirnar sýna fjórða Honda rafbílinn, lágan og sportlegan bíl sem líkist helst einhverju sem sést í framtíðartrylli úr smiðju Robert Zemeckis (leikstýrði Back to the Future). Því miður er ekkert minnst á bílinn í fréttatilkynningu Honda.
Vonandi eigum við eftir að sjá þennan bíl í framhaldinu, Honda hefur gefið útað þeir muni koma með allt að tíu nýja rafbíla á markað í Kína fyrir árið 2027. Þeir ætla að hafa allt í rafmagni þar árið 2035.
Byggt á grein Autoblog.
Umræður um þessa grein