Honda forsýnir hugmynd að nýjum rafdrifnum sportjeppa í Beijing
Þetta er jepplingurinn Honda e: concept. Sýndur á bílasýningunni í Bejing í ár, og er forsýning á væntanlegum rafknúnum „krossover“ sem er væntanlegur á kínverska markaðinn – þó að fyrirtækið hafi ekki útilokað möguleikann á að setja þenna rafdrifna sportjeppa á markað á Bretlandi (og þá einnig væntanlega í fleiri löndum) að sögn AutoExpress .
Þegar Honda e kom á markað í fyrra sögðu yfirmenn tæknimála fyrirtækisins við Auto Express að rafknúinn jeppi, sem aðeins myndi nota rafmagn, myndi brátt fylgja Honda e – og að hann yrði byggður á sama grunni.
Hönnun þessa nýja „crossover“ er áberandi frábrugðin Honda e-hlaðbaknum; jeppinn er með miklu lengri vélarhlíf og meira farangursrými, en mjó LED aðalljós renna saman í þunna ljósrönd sem situr rétt fyrir ofan nefið á bílnum. Hugmyndin virðist einnig vera tveggja dyra – búast við að framleiðsluútgáfan fái afturhurðir, en haldi sig við heildarhönnun hugmyndabílsins.
Honda hefur ekki gefið út neinar tæknilegar og nákvæmar upplýsingar um þennan sportjeppa – e: concept – en það kom fram á vef Auto Express að væntanlegur crossover ætti að vera með sama 152 hestafla rafmótor að aftan og Honda e.
Hins vegar gæti aukin stærð og þyngd crossover-bílsins kallað á aðeins stærri rafgeymapakka en 35,5 kWh einingin sem er í Honda e til að halda aksturssviðinu í kringum 200 kílómetra markið.
Eins og í Honda e ætti 50kW hraðhleðsla að vera til staðar sem staðalbúnaður, sem gerir rafhlöðunni í crossover-bílnum kleift að endurheimta 80 prósent hleðslu á um það bil 30 mínútum.
Grunnur Honda e styður einnig hleðslu af gerð 2 sem veitir fulla áfyllingu á rúmum níu klukkustundum þegar hún er tengd við veggkassa í heimahúsi.
Honda mun einnig líklega halda skipulagi upplýsingakerfisins í Honda e í þessum nýja crossover. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði með sömu upplýsingaskipan í fullri breidd, sem samanstendur af tveimur 12,3 tommu skjáum og tveimur sex tommu skjám í sitt hvorum enda mælaborðsins, sem mun senda myndir úr pari af myndavélum á hurðum í stað hefðbundnna hurðarspeglar.
Til viðbótar við upplýsingakerfið verður bætt við nýjasta Connect kerfi Honda sem er með aðstoð gervigreindar, snjallsímatengingu og þráðlausar uppfærslur.
Honda hefur gefið út nokkur smáatriði um fyrirhugaðan öryggisbúnað framleiðslugerðar crossover-bílsins. Fullfrágenginn rafbíll mun hafa nýtt 360 gráðu aðstoðarkerfi fyrir ökumenn, sem Honda segir að muni hafa „bætta færni varðandi yfirsýn, forspá og ákvarðanatöku“ en núverandi búnaður – sem bendir til þess að þessi nýi crossover muni bjóða upp á hærra stig sjálfstæðrar getu til aksturs en restin af framboði fyrirtækisins.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein