Það eru nokkur ár síðan Honda átti síðast brautarmetið á Nürburgring en nú fór nýi Civic Type R hringinn á mettíma í flokki framdrifinna framleiðslubíla.
Já, þetta er bara óbreyttur Civic Type R. Eina „breytingin” voru sett af low profile dekkjagangi af gerðinni Michelin Pilot Sport Cup 2 sem eru fáanleg sem aukahlutir fyrir Civicinn.
Það er hins vegar lítill pottur brotinn í þessari tímatöku. Árið 2019 var brautinni aðeins breytt, hún var lengd um nokkra metra í kringum svokallaðan T13 sveig en áður var brautin 12,8 mílur en varð eftir breytingu 12,94 mílur.
Nokkur atriði eru því á reiki vegna þessa. Fyrsta er að fyrri tímatökur eru þannig ekki alveg 100% sambærilegar við núverandi því aukin lengd eykur tímann að sjálfsögðu aðeins. Þetta hefur náttla áhrifa á tímann hjá Type R bílnum.
Nýja metið sem Civic setti er 7:44.881. Það er því ekki alveg augljóst hversu mikið fljótari henn er samanborið við eldra met Type R á brautinn og Renault Megane R.S. Thropy-R. Meganinn var að fara eldri brautina á 7:40.1 og 2017 árgerð af Type R fór hana á 7:43.8.
Burtséð frá ofangreindu á Type R nú aftur brautarmetið á Nürburgring og ber því tvo brautarmets titla en Civicinn fór Suzuka brautina á 0.873 sek. betri tíma en 2017 módelið.
Hins vegar grunar okkur að Renault hafi nú hug á að ná metinu aftur enda var Trophy-R talsvert sneggri en 2017 Type R á sínum tíma. Honda þarf því að búa sig undir að metið gæti fallið fljótlega.
Annars er Honda Civic Type R hrikalega flottur sportari sem margir hafa verið hrifnir af í gegnum tíðina og skiptir þá kannski eitt brautarmet á Nürburgring ekki öllu máli.
Heimild: Autoblog.com
Umræður um þessa grein