11 sérstæðustu stationbílar bílasögunnar!
Þeir hjá BilMagasinet í Danmörku brugðu á leik og settu saman pistil um sérstæðustu 11 stationbílana sem eru alveg geggjaðir að þeirra mati. Sumir þeirra eru sérstæðari en fallegir.
Hér að neðan má sjá listann frá þeim Patrick Boje Jensen og Steen Bachmann hjá BilMagasinet.
1. Ferrari 550 Maranello “Breadvan Homage”
Breadvan Hommage er búinn til í anda hins goðsagnakennda kappakstursbíls Ferrari 250 GT SWB „Breadvan“ – svo kallaður vegna aftuendans sem líkist stationbíl.
Hönnuðurinn er Niels van Roji og byggir hönnunin á Ferrari 550 Maranello og hefur bíllinn haldið V12 sem er í upprunalega bílnum.
2. Bentley Continental Flying Star
Þriggja dyra „shooting brake“ útgáfa af Bentley GT var smíðuð af Carrozeria Touring Superleggera á Ítalíu. Hann var frumsýndur á sýningunni í Genf árið 2010 og bílasmiðjan hóf að smíða þá fyrstu af 19 einingum í litlu verksmiðjunni þeirra í Mílanó, þar sem bílum hefur verið breytt síðan 1926. 4.000 vinnustundir fara í hverja breytingu og Bentley athugar hvort verkið standist staðla vörumerkisins; því er verksmiðjuábyrgð á vél, driflínu og vélbúnaði.
Byggður á Bentley GTC með opnum toppi er bíllinn endurhannaður frá A-bita og afturúr með útvíkkuðu þaki, nýjum hurðum, hliðum og rafknúnum afturhlera.
Hægt er að leggja aftursætin niður, þannig að þú ert með meira en tveggja metra langt og alveg flatt farmrými og 1.200 lítra farangursrými. Með aftursætin upp eru 400 lítrar og pláss fyrir fjóra golfpoka.
Hver kaupandi tekur þátt í endurbyggingarferlinu og fær það sem hann eða hún vill. Hér er sígilt fjórhjóladrif og 6 lítra W12 vél Bentley með 560 eða 610 hö. Hámarkshraði er 322 km/klst og 0-100 tíminn 4,8 sekúndur. Bíllinn er smíðaður með innblástur frá svipuðu verkefni og vagnasmiðurinn gerði á Lamborghini árið 1966.
3. Lamborghini 400GT Flying Star II
Markmiðið með tilbúnum og fullbúnum hugmyndabílnum frá 1966 var að smíða hraðakstursbíl fyrir tvo með farangur.
Hann er byggður á Lamborghini 350GT og er með V12 vél úr að áli að framan, sjálfstæða fjöðrun og diskabremsur á öllum fjórum hjólum.
Nafnið vísar í frægan Alfa Romeo og aðra ítalska kappakstursbíla fyrir stríð, en Flying Star II var gagnrýndur fyrir að líta út eins og stationbíll og aðeins eitt eintak var smíðað, í dag í eigu einkasafnara.
4. Aston Martin V8 Vantage Sportsman
Árið 1992 smíðaði Aston Martin 40 eintök af 600 hestafla útgáfu af þáverandi toppgerð þeirra. Hann fékk nafnið Vantage V600 Le Mans og af þessum 40 bílum var tveimur breytt. Hugsanlega flottasti bíll allra tíma. Nóg um það!
5. Ferrari Daytona 365 GTB-4 Estate
Hinn frægi Daytona frá Pininfarina frá 1968 var þekktur fyrir hönnunina – ekki fyrir gott farangursrými.
Breska fyrirtækið Panther Westwinds breytti bílnum í furðulegan stationbíl með mávavængjahurðum úr gleri á hjörum og lóðréttum afturenda sem ekki var hægt að opna.
6. Volvo P1800 ES
Snemma á áttunda áratugnum bað Volvo tvo ítalska bílasmiða um tillögu að stationbílútgáfu af hinum vinsæla P1800 Coupé. Báðar tillögurnar voru aðeins of villtar, svo Volvo valdi í staðinn sinn eigin Jan Wilsgaard sem hönnuð, sem bjó til klassíska 3ja dyra stationbíl með afturhlera úr gleri.
7. Lynx Events XJS
Það fer ekki á milli mála að þetta er bíll sem byggður er á Jaguar, en British Lynx hefur langa hefð fyrir því að breyta Jaguar bílum í klassískar 3 dyra stattiongerðir.
Þekktasta gerðin er XJS, þar af eru 67 enn til, bæði með 6 og 12 strokka vélum. XJS V12 á myndum er frá 1993.
8. Pontiac Firebird Trans Am Camback
Snemma á áttunda áratugnum íhugaði General Motors að smíða stationútgáfu af Camaro, en það varð aldrei að veruleika.
Árið 1978 fylgdu þeir eftir með tveimur hugmyndabílum byggðum á Pontiac Firebird – coupe með örninum fræga á framhlífinni. Sá bíll varð heldur ekki að neinu…
9. VW Corrado VR6 Magnum
Bílasmiðurinn Marold Automobil GmbH endurbyggði tvo Corrado-bíla fyrir Volkswagen árið 1989 sem hluti af þróun gerðarinnar.
Stjórn VW vildi ekki setja hann í framleiðslu og því setti Marold bílana með tilheyrandi teikningum á sölu fyrir 3,2 milljónir marka. Ekki tókst að finna kaupanda.
10. Reliant Scimitar GTE
Scimitar var þriggja dyra stationgerð með stórum afturhlera sem var smíðaður 1968-90. Hann var með Ford V6 vél og yfirbyggingu úr trefjaplasti og bíllinn á myndinni er einn af þeim sem voru smíðaðir síðast.
Hann er með 2,9 lítra V6 vél frá Ford Scorpio.
11. Porsche 944 DP Cargo
Frá 1988-2003 endurbyggð þýska fyrirtækið DP Motorsport sjö stk. Porsche 944 í stationgerð, sem Porsche hefði kannski átt að smíða sjálfur?
Með léttum trefjaglerplötum og breytingum á pípulaga grindinni er 944 Cargo stífari en hefðbundinn bíll, að sögn skaparans.
(grein á vef BilMagasinet)
Þessu tengt:
Pontiac Firebird Trans Am station? Nah…
Bílar sem aldrei fóru af stað
Bjuggu þeir þetta virkilega til?
10 bílar með spennandi sögu og algjörlega klikkaða hönnun
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein