Heimsfrumsýningu á næsta kynslóð Honda HR-V frestað til maí 2021
Hinn nýi Honda HR-V mun keppa við Toyota Corolla Cross og nýja Nissan Kicks sem seldur er í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada auk Indlands.
- Næsta kynslóð Honda HR-V verður opinberuð í maí 2021
- Nýja gerðin verður stærri, um 4,4 m lengd
- HR-V mun halda áfram verða fyrir neðan CR-V í alþjóðlegu framboði Honda
Honda hefur seinkað kynningum á nokkrum gerðum erlendis á markaðnum, þar á meðal næstu kynslóðar HR-V, vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Nýr HR-V, sem áætlað var að afhjúpa snemma á næsta ári, mun verða kynntur í maí 2021.
Þessi nýja gerð skiptir sköpum fyrir Honda á heimsvísu, þar sem bílinn verður keppinautur vörumerkisins í samkeppni miðlungsstóra sportjeppa.
Hvað er annars vitað um næstu kynslóð Honda HR-V?
Þó að ekki sé mikið vitað um nýjan HR-V, er staðfest að þessi meðalstóri sportjeppi mun deila grunni með nýjasta Honda Jazz, og hann mun einnig fá marga vélarvalkosti þar á meðal 1.0 lítra túrbóbensín auk valmöguleika á mildri-Hybrid tækni. Sem fyrr mun HR-V verða fyrir neðan CR-V í alþjóðlegu framboði Honda, en bíllinn mun sjá aukningu í stærð og mælist nærri 4,4 metrar að lengd.
Þetta gerir Honda kleift að kynna enn minni jeppa neðar á þessu sviði. Búist var við að þessi nýj sportjeppi yrði kynnt síðar á þessu ári, samkvæmt vefsíðu í Japan, en miðað við núverandi atburðarás gæti orðið töf.
Nokkrir meðalstórir sportjeppar verða keppinautar um nýja Honda HR-V, allt eftir markaði, og meðal þess má nefna Jeep Renegade, uppfærða Nissan Kicks og komandi Toyota Corolla Cross.
Umræður um þessa grein