Heimildamyndin Schumacher verður frumsýnd á Netflix 15. september.
Netflix hefur tryggt sér sýningarétt á heimildamyndinni um Michael Schumacher en hún verður frumsýnd rétt rúmlega 30 árum eftir að Schumacher þreytti frumraun sýna í F1 í Belgíu.
Myndin er gerð að frumkvæði og með stuðningi fjölskyldu hans. Skyggnist inn í einkalíf hans jafnt og opinbert líf Schumachers.
Hann hélt þessu tvennu mjög vel aðskildu og það mætti segja að hann hafi algjörlega skipt um gír þegar komið var heim til fjölskyldunnar.
„Þessi mynd segir frá báðum heimum. Myndin er gjöf fjölskyldunnar til elskaðs eiginmanns og föður“
Liðsfélagar Schumachers og keppinautar koma við sögu í myndinni eins eiginkona hans og börn.
Þetta verður heimildamynd sem vert er að horfa á og ekki eingöngu fyrir þá sem fylgjast með F1. Þessi mynd á erindi til allra.
Umræður um þessa grein