Tengdafólk getur verið erfitt eins og annað fólk en það sem hér er til umfjöllunar er þó alls ekki leiðinlegt tengdafólk heldur þjóðvegur í Norður-Karólínu. Einkaflugmaður að nafni Vincent Fraser þurfti nefnilega að nauðlenda flugvél á þjóðveginum og var þar töluverð umferð, eins og gera má ráð fyrir á fögrum degi að sumri til í námunda við Great Smokey Mountains.
Fraser þessi er nýkominn með flugréttindin og hefur ætlað að sýna tengdaföðurnum hversu flinkur hann væri að fljúga vélinni sinni sem er af gerðinni Aero Commander frá árinu 1967. Jú, og auðvitað ætlaði hann að sýna tengdó fegurð fjallanna líka.
Í staðinn skoðuðu þeir þjóðveginn úr lofti og svo nær og nær uns þeir gátu skoðað hann á jörðu.
Flug og bíll í víðara samhengi:
Tesla á „Autopilot“ klessti á einkaþotu
Get ég ekki bara fengið hann með flugi?
„Gullfaxi með nýstárlegan farm“
Ók á tvær einkaþotur
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein