Ef ekki, þá kynnistu einum núna. Þessi var endurgerður árið 2007 og ekki er annað vitað en hann sé sá eini sem hefur verið endurbyggður í anda resto-mod (þar sem nýjum og gömlum er blandað saman).
Eigandinn byrjaði ferlið á því að velja sér þokkalegan bíl til uppgerðar og hafði svo samband við Mercedes-Benz Classic í Fellbach nálægt Stuttgart.
Þar gekkst bíllinn undir breytingar sem þegar að er gáð eru talsvert stór umbreyting á kagganum. Til viðbótar við alhliða uppgerð á boddí var innréttingin sem sett var í hann úr alveg nýjum Maybach 62.
Með þessum hætti blönduðu þeir saman gamla lúkkinu og nýrri tækni. En verðum við ekki aðeins að kíkja á söguna til að átta okkur á því hvað fær menn til að framkvæma svona hluti.
Stutt saga bílsins
Stórir fólksbílar frá Mercedes-Benz hafa alltaf notið mikilla vinsælda meðal þjóðhöfðingja, kóngafólks og stjórnenda fyrirtækja. Í lok 1950 var því ákveðið að þróa nýja dæmigerða bifreið sem hentaði slíku fólki.
600 (W100) kom loksins fram á sjónvarsviðið á Frankfurt Motorshow (IAA) 1963.
Sem ný toppgerð með Benz merki á húddinu gat bíllinn sameinað alla nýjustu tækni samtímans. Undir húddinu var til dæmis V8 vél með beinni innspýtingu í fyrsta skipti í sögu Mercedes-Benz. 6.3 lítra vélin skilaði 250 hestöflum og 500 Nm af togi.
Fjögurra gíra sjálfskipting sendi síðan aflið á afturdrifið. Fólksbíllinn, sem vó um 2,5 tonn, fór úr 0-100 km/klst. á tíu sekúndum og hámarkshraði var upp á 205 km/klst. Diskabremsur voru á öllum fjórum hjólunum og að framan með tveimur pressum á hvoru hjóli og hjálpuðu þannig 600 bílnum að stöðva örugglega á skömmum tíma.
Pullmann mjög sjaldgæf útgáfa
Þægindin í 600 bílnum eru að megninu til vökvastýrð. Auk vökvastýrisins voru skottlokið og rafmagnsrúður hvorutveggja vökvadrifið. Hægt var að stilla fram- og aftursæti og stjórna upphitun og loftræstingu með rafmagni.
Auk minni fólksbíls með 3,2 metra hjólhaf bauð Mercedes-Benz einnig upp á Pullman útgáfuna sem var 700 millimetrum lengri. Hún var fáanleg annað hvort með föstu og lausu þaki yfir aftursætum, kallað Landaulet og dregið af gerð hestvagns.
Alls voru framleidd 2.723 eintök af Mercedes-Benz 600 fram til ársins 1981, 2.190 þeirra með styttra hjólhaf.
Pullman, sem var að minnsta kosti 20,000 mörkum dýrari á þeim tíma, var því sjaldgæfur. Þessi endurgerð af Mercedes-Maybach 600 Pullman, frá 2007, gerir hana af einni sérstökustu endurgerð sem gerð hefur verið á þessari gerð bíls. Nýr var þetta eintak afhent til Líbanons árið 1975, málaður í „anthracite grey metallic”. Árið 1997 kom fólksbíllinn til Malaga þar sem Mercedes-Benz Classic hafði milligöngu um kaup á honum tíu árum síðar fyrir hönd viðskiptavinar.
Bílnum breytt af Mercedes-Benz
Í kjölfarið var bíllinn málaður í “perluhvítu” hjá Mercedes í Untertürkheim og þar fékk bíllinn veglega tæknilega yfirhalningu. Nýtt og einstakt glerþakið að aftan er hægt að dekkja (minnka gegnsæi) með því að ýta á hnapp. Það kemur úr Maybach 62, sem og sjálfvirk lokun milli ökumanns og farþegarýmis afturí.
Flatskjár var tekinn úr Mercedes-Benz S 600 Pullman (W221) og settur upp í sérsmíðaðan miðjustokk milli ökumanns- og farþegarýmis. Þar koma síðan Alpine græjur sterkt inn en þær bjóða bæði upp á hliðræna og stafræna sjónvarpsmóttöku á ferðalögum.
Tvöfalt leiðsögukerfi sem stjórna má hvoru í sínu lagi gera farþegum í aftursætum einnig kleift að ákvarða staðsetningu sína af nákvæmni.
Sætin sem eru fest í akstursstefnu eru úr Maybach 62, með plássi fyrir vínskáp og innfellanlegt borð á milli. Hin tvö gætu verið sérsmíðuð. Mechatronik býður þennan einstaka bíl fyrir rúmlega 2.3 milljónir evra sem er jafnvirði um 350 milljóna króna.
Myndir: Mechatronics
Umræður um þessa grein