606 hestafla tryllitæki; nýjasti bíllinn frá Gordon Murray… Já, kannski fleiri komi af fjöllum svona eftir jól? Þetta er það sem kallast „supercar“ eða ofurbíll og hann er önnur gerðin sem smíðuð er af Gordon Murray Automotive. 3,9 l. V-12, 606 hö, 1000 kíló og kostar…
Já, þarna fékk ég nefnilega sjokkið: 1.85 milljónir dollara kostar kvikindið. 245 milljónir króna? Getur það verið?
Murray tengja einhverjir við McLaren F1 en hann á heiðurinn af þeim bíl. Þrjátíu árum síðar, 2020, smíðaði Murray ofurbílinn GMA T.50 og nú er GMA T.33 mættur.
Skilji ég þetta rétt verða alls smíðuð 100 eintök og eru 50 þeirra seld nú þegar. Jæja, þetta er alla vega eitthvert tryllitæki á heimsmælikvarða og hér er myndband.
Umræður um þessa grein