Nýr tengiltvinn Audi Q7, Golf í 50 ára afmælisútgáfu og nýr og kraftmeiri Skoda Enyaq
Hekla blæs til haustsýningar á Laugaveginum, laugardaginn 7. september á milli klukkan 12 og 16.Við kynnum nýjan og glæsilegan tengiltvinn Audi Q7 og Skoda Enyaq rafbíl sem er nú enn kraftmeiri og með lengri drægni en áður. Þá verður til sýnis sérstök afmælisútgáfa af Volkswagen Golf sem fagnar 50 ára afmæli í ár ásamt nýjum Skoda Superb.
Nýr Audi Q7 TFSI e – flaggskip Audi er nú loksins mættur í sýningarsal Heklu. Audi Q7 er lúxussportjeppi sem sameinar það besta úr báðum heimum með kraftmikilli bensínvél og allt að 82 km drægni á rafmagni.
Volkswagen Golf fagnar nú 50 ára afmæli en þessi vinsælasti bíll Volkswagen frá upphafi kemur nú í sérstakri afmælisútgáfu. Bíllinn er fullur af aukabúnaði, með öflugri bensínvél og fáanlegur í tengiltvinnútgáfu með allt að 142 km drægni á rafmagni. Einnig kynnum við tvo nýja bíla frá Skoda. Hinn sígilda Skoda Superb og rafmagnaðan Skoda Enyaq 85x sem nú er enn kraftmeiri og betur búinn en áður.
Á sýningunni verða spennandi tilboð af völdum sýningarbílum og léttar veitingar fyrir gesti og gangandi.
Björn Víglundssyni framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu:
„Haustið byrjar með stæl hjá Heklu og við tökum á móti nokkrum nýjum og spennandi bílum. Nýr Skoda Enyaq er kominn til landsins með betri rafmóturum, meiri drægni og uppfærðu stýrikerfi. Þá er nýr Skoda Superb einnig mættur í salinn til okkar og er óhætt að segja að hann standi undir öllum þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Nýr Audi Q7, flaggskipið sjálft, er einnig nýkominn og eru margar spennandi breytingar þar á ferðinni. Að lokum er sérstök ánægja að vera kominn með gamlan vin, goðsögnina sjálfa, Volkswagen Golf, til okkar, en hann er einmitt í 50 ára viðhafnarútgáfu. Það eru því margar góðar ástæður fyrir því að kíkja í heimsókn til Heklu á laugardaginn.”
Nýr Audi Q7 TFSI e

Audi Q7 er lúxussportjeppi sem sameinar það besta úr báðum heimum með kraftmikilli bensínvél og allt að 82 km drægni á rafmagni.
- 3.0 l V6 bensínvél
- Allt að 82 km drægni á rafmagni (skv. WLTP)
- 3.500 kg dráttargeta
- Fullkomið quattro fjórhjóladrif
- Mjög rúmgott farangursrými
- 5 ára ábyrgð eða upp að 150.000 km akstri (hvort sem kemur fyrr)
- 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða upp að 160.000 km akstri (hvort sem kemur fyrr)
Nýr Volkswagen Golf

Volkswagen fagnar 50 ára afmæli Golf með sérstakri afmælisútgáfu sem nú er til sýnis í sýningarsal Heklu. Bíllinn er fullur af aukabúnaði, með öflugri bensínvél og allt að 142 km drægni á rafmagni (skv. WLTP).
- Mest seldi Volkswagen bíllinn frá upphafi.
- Fáanlegur í Life, Style, GTE, og í 50 ára afmælisútgáfu.
- Allt að 142 km rafmagnsdrægni (skv. WLTP).
- 272 hestöfl í GTE útgáfu.
- 5 ára ábyrgð eða í 100.000 km (hvort sem kemur fyrr).
Skoda Enyaq 85x

Nýr Skoda Enyaq er kraftmeiri, betur búinn og með meiri drægni en áður. Með aflmeiri vél verður drægni bílsins allt að 536 km (skv. WLTP).
- 286 hestöfl
- 28 mínútur í 80% hleðslu í 175 kW hraðhleðslustöð
- 585 lítra farangursrými
- Lyklalaust aðgengi og snjallforrit þar sem hægt er að forhita bílinn
- Rafdrifið ökumannssæti og afturhleri
- 5 ára ábyrgð eða upp að 100.000 km (hvort sem kemur fyrr)
- 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða upp að 160.000 km (hvort sem kemur fyrr).
Skoda Superb

Nýr Skoda Superb er rúmgóður, kraftmikill og sparneytinn í senn – með frábæra akstureiginleika.
- Fjórhjóladrifinn
- Sjálfskiptur
- Dísel
- 625l skottpláss
Fréttatilkynning frá Heklu
Umræður um þessa grein