Uppfært – sjá neðst
Mick Schumacher, ökumaður Haas-liðsins í Formúlu 1, ók á steyptan vegg í tímatökum í Saudi Arabíu síðdegis í dag. Áreksturinn var allharður en Schumacher var á mikilli ferð, eða sennilega um 200 kílómetra hraða. Sumir fjölmiðlar fullyrða að hraðinn hafi verið 170 mílur/klst en það eru 273 km/klst.
Tilkynning frá Haas-liðinu kom skömmu eftir atvikið um að Schumacher væri með meðvitund en hann var fluttur á brott í sjúkrabíl. Áreksturinn varð í tólftu beygju og kom höggið á hlið bílsins. Bíllinn fór í tvennt, eins og bílunum er ætlað að gera við slíkan árekstur.
Ugg vakti að ekkert var sýnt frá slysstað í nokkrar mínútur og óttuðust margir það versta. Var ljóst að mörgum létti þegar tilkynnt var að Schumacher væri með meðvitund þegar hann var fluttur í sjúkrabílinn.
Nýjustu fréttir herma að Schumacher hafi talað við móður sína og sé óslasaður. Hann er nú í rannsókn á sjúkrahúsi.
Fylgjast má með Haas-liðinu á Twitter hér ?.
Valtteri Bottas er „miskunnsami Samverjinn“ en hann stoppaði til að athuga hvort í lagi væri með Schumacher:
Uppfært kl. 18:38:
Uppfært kl. 21:00:
Kevin Magnussen keppir einn fyrir Haas-liðið á morgun:
Uppfært kl. 23:00:
Mick Schumacher er kominn á hótelið og skrifaði eftirfarandi á Twitter:
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein