Þessi Fastbakk er af árgerð 1973. Bíllinn var seldur nýr hjá Rule Volkswagen í Staunton, Virginíu.
Fastbakkinn er til sölu um þessar mundir og hefur óflekkaða sögu frá upphafi.
Í sölulýsingu er þess getið að eitt og annað hafi verið lagað með tíð og tíma eins og rispur og einstaka ryðblettir en lakkið er samt upphaflegt.
Gerðin hét réttu nafni Volkswagen Type 3, fastback. Hann kom til framleiðslu sem hluti af viðleitni Volkswagen til að auka vöruúrval sitt og mæta þörfum breiðari markhóps.
Á sjötta áratugnum (1950–1960) hafði Volkswagen náð gríðarlegum árangri með Volkswagen Bjöllu (Type 1), en fyrirtækið áttaði sig á því að það þyrfti að bjóða upp á fleiri valkosti til að fylgja eftir velgengni sinni.
Bjallan var vinsæl
Bjallan var vinsæl en hann var einfaldur og frekar lítill bíll, aðallega hugsaður til borgarnotkunar. Volkswagen vildi bjóða viðskiptavinum upp á fleiri bíla og aðeins stærri án þess að yfirgefa einfaldleika og áreiðanleika sem fólk tengdi við VW-merkið.
Type 3 var þróaður sem „næsta skref“ fyrir eigendur Bjöllu sem vildu stærri og rúmbetri bíl og yfirgæfu ekki Volkswagen fyrir aðra bílaframleiðendur.
Fjölskyldubíll
Type 3 var hannaður með fjölskyldur í huga og átti að vera meira en bara samgöngutæki. Útgáfur eins og Fastback, Notchback (stallbakur) og Squareback (skutbíll) gerðu það að verkum að hægt var að velja milli sportlegra, fjölskylduvænna eða vinnuvænna útfærslna.
Það var svona bíll í fjölskyldunni árið 1972, þá var undirritaður smá polli og sat ávallt í hásætinu aftur í sem kallað var. Þetta var að sjálfsögðu armpúðinn. Þá voru nú ekki neinir „fansý” barnabílstólar.
Þetta sætaáklæði var einkennandi fyrir Volkswagen um árabil. Af því var alltaf einhver sérstök Volkswagen lykt en hún var ágæt.
Bíllinn var markaðssettur sem mun tæknilegri en Bjallan, með meira innanrými, aukinni akstursupplifun og nýjungum eins og rafrænni innspýtingu (EFI) í sumum útgáfum.
Type 3 notaði mikið af tækni og vélbúnaði úr Bjöllunni (eins og loftkælda vélina og einfalda fjöðrunarkerfið) sem hélt kostnaðinum niðri, en bætti um leið aksturseiginleika og notagildi.
Hér gæti stýrishjólið verið eilítið yngra en bíllinn sjálfur.
Úrvalið jókst
Volkswagen vildi keppa við aðra evrópska framleiðendur sem buðu fjölbreyttari bílategundir, eins og Opel, Ford (með Taunus-línuna), Cortina og Fiat.
Með Type 3 vildi VW að bjóða ódýran en samt flottan og sportlegan kost fyrir kaupendur sem vildu meira en Bjallan bauð uppá en höfðu ekki efni á dýrari gerðum.
Takið eftir lokinu á bensíntankinum, og vélin var undir skottrýminu að aftan.
Type 3 átti að halda viðskiptavinum innan VW-fjölskyldunnar og koma í veg fyrir að þeir leituðu til annarra framleiðenda þegar þeir þurftu stærri eða fjölhæfari bíla.
Type 3 var ætlað að höfða bæði til evrópskra og alþjóðlegra markaða, sérstaklega Bandaríkjanna, þar sem stærri bílar voru vinsælir. Squareback útgáfan (skutbíllinn) sló sérstaklega í gegn í Bandaríkjunum vegna notagildis.
Hér var komið „frunk” eins og mikið er talað um í dag sem farangursgeymslu að framan.
Þó að Type 3 næði ekki sama alþjóðlega árangri og Bjallan var hann vinsæll í Evrópu og Bandaríkjunum og hjálpaði Volkswagen að fjölga gerðum sínum og ná til breiðari hóps viðskiptavina.
Frekar spes hönnun á bíl á þessum tíma, í kringum 1970.
Type 3 lagði grunninn að fleiri fjölskyldubílum frá VW, eins og Volkswagen Passat og Golf sem komu síðar.
Umræður um þessa grein