Frank Krol, forstjóri Mitsubishi Motors Europe: „Hann er þróaður fyrir Evrópu og blanda af glæsilegri hönnun og næstu kynslóðar tengiltvinntækni gerir hann að „game changer”.
Mun meiri rafmagnsdrægni, ótrúleg gæði með japanskri nálgun á smáatriði, breitt úrval aðstoðar- og þægindakerfa. Nýr Outlander PHEV er næsta stig í vörusókn fyrirtækisins.”
Radek Werbowski frá Bílablogg.is var viðstaddur Evrópufrumsýningu Mitsubishi Outlander PHEV í Madrid í gær í boði Heklu bílaumboðs. „Það verður erfitt að bíða eftir að fá að prófa þennan bíl”, segir Radek eftir kynninguna.
„Bíllinn er virkilega flottur og hefur fengið mjög áberandi og flotta uppfærslu frá fyrri gerð. Það verður mjög gaman að fá að reynsluaka þessum bíl”, segir Radek enn fremur eftir kynninguna í Madrid.
Ný tækni, meiri þægindi
Mitsubishi hefur í samstarfi við Yamaha unnið að þróun fyrsta flokks hljóðkerfis fyrir nýja Outlander PHEV sem byggir á að skila frábærri hljóðupplifun fyrir farþega.
Meiri drægni á rafmagni
Tæknilega eykur nýr Mitsubishi Outlander PHEV við rafdrægni með nýrri kynslóð tengiltvinnaflrásar sem kemur bílnum lengra í hreinni rafstillingu. Enn meiri raunveruleg skilvirkni og notagildi kerfisins skilar hnökralausri hröðun ásamt hljóðlátum og kraftmiklum aksturseiginleikum.
Sameinað afl
Aflrásarkerfið sameinar skilvirka fjögurra strokka bensínvél, tvo aflmikla mótora og stærri litíum rafhlöðupakka sem er tengdur við stafræna skiptingu sem eykur afköst frá fyrri kynslóð um 40 prósent.
Brunavél bílsins er um 2.360cc og vinnur silkimjúkt með rafmótorunum sem gefa samanlagt um 302 hestöfl. Farangursrýmið er 495 lítrar og stækkanlegt upp í rúma 1400 lítra með niðurfellingu sæta.
Drifrafhlaðan hefur heildarafkastagetu upp á 22,7 kWh, sem þýðir bíllinn getur ekið mun lengur á rafmagni en áður. Samkvæmt opinberu WLTP-prófuninni skilar EV-stillingin allt að 86 km drægni. Rafmótorinn að framan skilar 85kW/255Nm, en aftureiningin skilar 100kW/195Nm.
Nýi Outlander PHEV-tengiltvinnbíllinn kemur með varmadælu sem styður rafhlöðuna og tryggir meiri drægni. Varmadæla nýtist rafbílum mjög vel við íslenskar aðstæður. Heildardrægni er áætluð um 844 km. á brunahreyfli og rafhlöðu til samans.
Myndir: Mitsubishi
Umræður um þessa grein