Oft hef ég spurt þessarar spurningar: Hvað er hann að eyða? Svörin hafa verið misgáfululeg – allt frá því að hann eyði bara því sem sett er á hann – sem er reyndar alveg satt og upp í að hann eyði engu af því að hann noti ekki bensín.
Hverju er hann þá að eyða?
Rafmagn á bílum er venjulega mælt í kílóvöttum (kW), sem er afleining sem gefur til kynna það afl sem mótorinn gefur. Kílóvött gefa til kynna hversu miklu afli er eytt/notað á tilteknu augnabliki en kílóvattstundir (kWh) gefa til kynna hversu mikil orka eyðist/er notuð á tilteknu tímabili. Bílasalar eru í meira mæli farnir að tala um kílóvött í stað hestafla sem eru sú afleining sem við þekkjum best í bílum.
20 lítrar af rafmagni?
Kílóvattstund er orkueining sem segir til um orkunotkun á einni klukkustund á hraðanum „eitt kílóvatt“. Það er almennt notað til að mæla magn rafmagns sem notað er í hverskyns daglegri notkun meðal annars bílum. Það er lítið mál að umreikna orku úr líter af bensíni yfir í kWst. en við erum síður vön því. Einn líter af bensíni gefur orku sem jafngildir um 9 kWst.
Munurinn á afli og orku
Til dæmis, ef bíll er með rafmótor sem getur framleitt 100 kW afl, þýðir það að mótorinn getur framleitt 100 kílóvött af afli á hverri stundu. Ef bílnum er ekið í eina klukkustund á þessum hraða mun hann hafa notað 100 kWh af orku.
Í stuttu máli mæla kílóvött afl, líkt og hestöfl en kílóvattstundir mæla orkunotkun yfir tíma. Á sama hátt tölum við um eldsneytiseyðslu á hvern ekinn kílómeter og margföldum með 100 til að fá út hversu miklu bíllinn eyðir á 100 kílómetrum.
Umræður um þessa grein