Hann er alveg ótrúlega frægur

TEGUND: Ford Transit Connect

Árgerð: 2020

Orkugjafi:

Búnaður, akstursþægindi og flutningspláss
Vantar hliðarstuðning í sæti
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hann er alveg ótrúlega frægur

Ford Transit Connect er hagkvæmur og þægilegur.

Ford Transit Connect kom fyrst á markað árið 2002 og leysti þá af hólmi Ford Escort sendibílinn.  Allar götur síðan hefur þessi knái sendlingur orðið einn frægasti sendibíll í heimi og einn sá vinsælasti um leið.  Við fengum tækifæri á að reynsluaka splunkunýjum Ford Transit Connect frá Brimborg á dögunum.  

Transit Connect kemur í tveimur lengdum – stuttur og langur.  Sá stutti getur flutt hluti allt að 3 metrum á lengdina en sá langi getur tekið hluti allt að 3.4 metrum á lengdina.  Breiddin á hliðarhurðunum er ein sú mesta á bílum í þessum flokki en hún er 660 mm á lengri gerðinni en 433 mm á þeirri styttri.  Þannig má koma EURO bretti inn um hliðarhurðarnar á skammveginn.

Lítið mál að renna brettum inn í bílinn enda komast tvö EURO bretti þversum í bílinn.

Þá komast alls tvö EURO bretti í bílinn á þverveginn. Hægt er að auka lengdarrými bílsins með því að opna lúgu frá flutningsrými fram í bílinn en þess á milli má nota það pláss, undir ökumannssætinu sem hólf fyrir tæki og tól.

Transit Connect fáanlegur með rúmgóðum hliðarhurðum beggja vegna.

Eins og ljúfur fólksbíll í akstri

Ford Transit Connect er náttla bara yndi í akstri.  Hann býr yfir öllum þeim góðu eiginleikum sem nýjustu Ford bílar hafa til að bera. Að sjálfsögðu þarf manni að líða vel í vinnunni og þetta er einmitt þannig bíll að hann fer einstaklega vel með mann.

Transit Connect er í boði með fjölbreyttum vélum, dísel og bensín.

Við reynsluókum sjálfskiptum Ford Transit Connect en hann er með nýrri EcoBlue dísel vél sem skilar um 120 hestöflum, með 8 þrepa sjálfskiptingu sem er einstaklega mjúk og gerir bílinn mjög þægilegan í borgarakstri.

Þægindi á alla vegu og gott pláss fyrir ökumann og farþega. Takið eftir að hægt er að fella niður bak miðjustætis og nota sem pappírsgeymslu.

Transit Connect er einnig í boði með 100 hestafla EcoBlue dísel vél með 6 gíra beinskiptingu og 75 hestafla EcoBlue dísel vél. Ford Transit Connect er einnig í boði með 100 hestafla EcoBoost bensínvél og 6 gíra beinskiptingu. Allar gerðir bílanna eru sparneytnar. Díselvélarnar eru að eyða um 4,5 til 5 lítrum á hundraðið en bensínvélin gefin upp fyrir 5.6 lítra á hundraðið.

Vel búinn í mörgum gerðum

Brimborg býður Ambiente grunnútgáfuna með sérlega vel búinn.  Þar má nefna Webasto olíumiðstöð, upphitanleg framrúða, þil með glugga á milli flutninga- og farþegarýmis, easy fuel áfyllingarkerfi sem kemur í veg fyrir að sett sé rangt eldsneyti á bílinn, tvískiptar afturhurðar með 180 gr. opnun, brekkuaðstoð, stillanlegt ökumannssæti á fjóra vegu, samlæsingu með farstýringu, start/stop búnaði og farmfestingum í flutningsrými og svo mætti lengi telja.

Hægt er að velja úr Edition útgáfu til viðbótar við Ambiente útgáfu.

Vandað til alls frágangs í flutningsrými og veglegar festingar í gólfi.

Í henni eru meðal annars klæðning á gólfi flutningsrýmis, blátannarbúnaður, hljómkerfi með 4 hátölurum, rennihurðar báðu megin, upphitaðar afturrúður og LED innilýsing í flutningsrými.

Bakkmyndavél í baksýnisspegli er snilld.

Þá er Trend útgáfa í boði sem meðal annars er búin Trend innréttingu og áklæði, fjölstillanlegu ökumannssæti með mjóbaksstuðningi, öryggispúða og öryggisgardínur einnig fyrir farþega, samlitur stuðari að framan, 4.2 tommu skjár í mælaborði ásamt USB og 12v tengi.  Þá er Edition útgáfa í boði umfram Trend. Í þeirri útgáfu er flestur sá búnaður sem við eigum að venjast í nýjustu fólksbílunum í dag svo sem bakkmyndavél, bakkskynjarar, LED lýsing í flutningsrými, hraðastillir með hraðatakmörkun og leðurklætt stýrishjól.

Enginn skortur á plássi

Ford Transit Connect í styttri útgáfunni er að rúma um 3 rúmmetra á meðan lengri gerðin tekur um 3.6 rúmmetra. Flutningsgeta þess stutta er frá 560 og upp í tæp 670 kg. eftir vél og skiptingu en frá 640 og upp í 860 kg. í þeim lengri.  Báðir þessir bílar geta nýst fyrirtækjum sem flytja smærri sendingar sem innihalda þó töluverða þyngd.

LED lýsing í flutningsrými.

Auðvelt aðgengi, hurðir stórar og þægilegar gera það að verkum að þægilegt er að vinna í þessum bílum.  

Transit Connect hentar vel bæði fyrir brettaflutninga og að vera þjónustubifreið iðnaðarmannsins.

Fyrir iðnaðarmanninn er þessi bíll frábær kostur þar sem hægt er að koma upp hillukerfi eða geymsluólfum í flutningsrými sem nýtast best starfseminni hverju sinni. Þó sætin séu þægileg hefðu hönnuðir bílsins mátt hafa aðeins meiri hliðarstuðning í baki og setu.

Tvöfaldar afturhurðir opnast 180 gráður.

Helstu tölur:

Verð frá: 2.790.000 kr. (Reynsluakstursbíll, Ford Transit Connect Trend Edition 3.990.000 nóv.2019)

Vél: 1500 rms. díesel

Hestöfl: 120

Newtonmetrar: 270

CO2: 129 g/km

Eigin þyngd: 1.443 kg

Hleðslurými: L/H: 1753/1269 mm

Bíllinn: L/B/H 4418/2137/1861 mm

Eyðsla bl ak: 5.0 ltr/100 km

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar