Guðsteinn Oddsson í Borgarnesi er Pontiac maður. Sem eigandi Pontiac Trans Am langaði hann í annan enda skemmtilegir bílar.
Sjaldgæfur bíll hér á landi
Hann lagðist því í bílaleit og fyrir tilviljun, á sunnudagskvöldi rakst hann á þennan 1977 árgerð af Pontiac Grand Prix LJ. Sá er af Luxury gerð og með sóllúgu sem er að sögn Guðsteins sjaldgæfur aukabúnaður á bíl sem þessum.
Guðsteinn sagði okkur að ennfremur hefðu þessir bílar verið boðnir með glertopplúgu sem sjálfsagt var nýlunda á þessum árum og t-toppi.
Bíllinn var lofaður
Bíllinn fannst á Craiglist sem er stór og mikill söluvefur með allt milli himins og jarðar. Guðsteinn segist fylgjast vel með því sem er að gerast á markaðnum og sér í lagi verðum.
Hann taldi að þessi bíll gæti verið góður kostur til að skoða betur. Guðsteini var sagt að bíllinn væri lofaður öðrum en sá keypti ekki og bíllinn fór til Íslands.
Það sem heillaði Guðstein var rauða innréttingin en sætin eru plussklædd og bíllinn er með sérlega flott og skemmtilega hannað mælaborð. Sætin eru þykk og stór og þægileg að sitja í.
Var við útskipunarkrana Eimskips
Kom svo í ljós að bíllinn var staðsettur í Portland Maine en þar er útskipunarhöfn Eimskips starfrækt. Í raun var bíllinn aðeins um þrjá kílómetra frá útskipunarkrana Eimskips þannig að ferðin um borð tók ekki langan tíma.
Það tók um tvo mánuði að græja bílinn til landsins eftir kaupin en Guðsteinn fékk mann til að skoða bílinn og hann mat bílinn góð kaup. Eftirleikurinn hefur verið skemmtilegur og Guðsteinn notið þessa að eiga og aka bílnum.
Óuppgerður gullmoli
Þessi Pontiac Grand Prix er afar fallegur, liturinn er flottur og rauða innréttingin sérlega vel með farin. Vélin sem er 350 cid malar eins og köttur og ljúf 400 skiptingin vinnur fullkomlega með henni.
Guðsteinn segir að það sé mikill munur á því að nota 98 okteina bensín heldur en E10 sullið sem klárlega eyðileggur út frá sér bíla af þessu kalíberi enda framleiddir með blýmeira bensín í huga.
Aðeins um Pontiac Grand Prix
Pontiac Grand Prix LJ árgerð 1977 var meðalstór lúxusbíll framleiddur af Pontiac, deild innan General Motors. Grand Prix gerðin hafði verið framleiddur frá 1960 og árið 1977 hafði hann gengist undir nokkrar hönnunarbreytingar og uppfærslur.
Pontiac Grand Prix LJ 1977 hafði áberandi og glæsilegt útlit. Hann er með langt boddý með sléttum línum og formfagri þaklínu. Sérstakur framendinn er með áberandi klofnu grilli með fjórhyrndum framljósum, sem var einkennandi hönnunarþáttur Pontiac bíla á þeim tíma.
Innanrýmið í Grand Prix var hannað með áherslu á lúxus og þægindi. Hann var venjulega með rúmgott farþegarými með nægu plássi fyrir farþega og sætin voru oft bólstruð með hágæða efnum. LJ gerðin var með ýmsum lúxuseiginleikum, svo sem rafmagnsrúðum, rafmagni í læsingum, loftkælingu og úrvals hljóðkerfi – allt hugsað til að veita sem ánægjulegustu akstursupplifunina.
Árið 1977 var Pontiac Grand Prix LJ fáanlegur með ýmsum vélarvalkostum.
Staðalvélin var líklega V8, þar sem hún var vinsæl á þeim tíma og í takt við áherslu Grand Prix á frammistöðu.
Nákvæmt vélarval og aflafköst gætu hafa verið breytileg eftir tiltekinni gerð og valkostum sem boðið var uppá sem aukabúnað.
Pontiac Grand Prix LJ 1977 er flottur lúxusbíll sem sameinar mjúkan akstur og nægjanlegt afl. Honum var ekki ætlað að vera einhver „muscle“ sportbíll, en hann bauð upp á næga frammistöðu til að fullnægja þörfum flestra.
Áhersla var lögð á þægilega og fágaða akstursupplifun.
Pontiac Grand Prix LJ 1977 er hluti af fjórðu kynslóð Grand Prix, sem var til frá 1973 til 1977. Þessi kynslóð var þekkt fyrir glæsilegan stíl og flottar innréttingar. Grand Prix hélt áfram að vera vinsæll áfram, þó að hönnun hans og eiginleikar hafi þróast með breyttum straumum og kröfum.
Myndband
Myndataka og klipping: Pétur R. Pétursson
Myndband er tekið upp á Samsung S21 Ultra snjallsíma
Umræður um þessa grein