Grjótharður Mitsubishi L200 frumsýndur hjá Heklu í dag
Hekla blés til veislu í sýningarsal Mitsubishi á Laugaveginum í dag. Heklumenn sýndu þar splunkunýjan og talsvert mikið uppfærðan Mitsubishi L200. L200 hefur átt mikilla vinsælda að fagna á bílamarkaði hérlendis um árabil.
Bíllinn á sér 40 ára sögu sem vinsæll vinnuþjarkur hefur nú fengið kröftugra útlit ásamt því að státa af uppfærðu fjórhjóladrifi.
Nýja drifið býður upp á Off Road 4WD mode og Hill Descent Control – það þýðir að ökumaður getur valið um akstursstillingar sem henta fullkomlega hverskyns yfirferð. Bremsukerfi L200 ásamt nýrri fjöðrun og styrktum undirvagni gera Mitsubishi L200 að mjög eftirsóknarverðum valkosti á pallbílamarkaðinum í dag.
Við höfum þegar óskað eftir að fá að reynsluaka þessum nýja L200 og vonum að umfjöllun um bílinn birtist hér á vefnum fyrir mánaðarmót.
Umræður um þessa grein