Mánudagur, 12. maí, 2025 @ 18:40
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Grindvíkingur á Mustang ók á Benz sem flaug á Lödu

Malín Brand Höf: Malín Brand
19/04/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það gekk á ýmsu árið 1981: Gríðarlegt óveður í febrúar, mikil ölvun um páskana og svo ofan á allt fæddist undirrituð um sumarið. Þetta eru þó alls kostar ótengd atvik. Held ég. Í Vísi var skrifað um svakalegt páskaskrall Grindvíkinga og birtist umfjöllunin fyrir 41 ári, næstum upp á dag.

Vísað var í Verðlagsstofnun í bílaauglýsingum (mynd hér fyrir ofan) og fólk gat unnið bíla í happdrætti DAS.

Siggi var lesinn með morgunkaffinu og meinlokur þóttu gott grín innan um sveittar samlokurnar.

Samlokur, langlokur og meinlokur… Skjáskot úr blaðinu þann 21. apríl 1981

Já, gott fólk, árið var 1981, bjórinn var bannaður og Loki átti lokaorðið í dagblaðinu Vísi.

Eftir páskana það árið, nánar tiltekið þriðjudaginn 21. apríl, birtist frétt sem byrjaði svona:

„Grindvíkingar hófu páskahátíðina með slíkri ölvun að lögreglan hér minnist ekki slíks annríkis áður. Ósköpin byrjuðu kl. 2 aðfaranótt föstudagsins langa með útköllum í heimahús þar sem heimilisfeður gengu berserksgang í ölæði, brjótandi og bramlandi húsmuni og jafnvel milliveggi í íbúðum.“

Úff, ekki var þetta nú hressandi lesning heldur frekar hræðileg. En svo komu bílarnir inn í þetta ófremdarástand og það gat auðvitað ekki farið vel. Segir svo í framhaldi fréttarinnar:

„Um kl. 5 um morguninn missti ungur piltur stjórn á Mustang bifreið sem hann hafði að láni, og skeði óhappið á mótum Ásabrautar og Hraunbrautar. Mustangbifreiðin skall þar á Mercedes Benz bifreið sem stóð inni í heimkeyrslu húss. Slík var ferðin á Mustangbílnum að hann kastaði Benzinum í gegn um lokaða bílskúrshurðina og klesstist hann þar á Ladabíl sem var þar inni og kastaði honum út að vegg hinum megin í skúrnum. Bílarnir eru mikið skemmdir eftir ef ekki ónýtir. Fimm manns voru í Mustang bílnum og þykir það kraftaverk að engan skyldi saka. Ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis.“

Það voru þá ekki allir blekaðir í bæjarfélaginu en dómgreind sumra augljóslega víðsfjarri þrátt fyrir það.

Hvað næst?

Nú skyldi maður ætla að þessum ósköpum væri lokið enda löngu komið nóg! En nei, þetta er ekki búið. Ekki aldeilis.

„Tvær litlar stúlkur, 9 og 10 ára áttu fótum fjör að launa frá öðrum ökumanni sem ók á mikilli ferð um bæinn. Þær létu lögregluna vita og handtók hún ökumanninn sem var drukkinn. Um kvöldmatarleitið á föstudag var útafakstur á Grindavíkurveginum. Bíllinn fór nokkrar veltur á 75 metra kafla utan vegar, en þá skaust hann á toppnum yfir veginn og hélt áfram hinum megin vegar eina 50 metra. Tveir menn voru I bílum og munu ekki hafa slasast alvarlega. Grunur leikur á ölvun.“

Vargar í veiðistöð

Þá hafa óhöppum þeirrar páskahelgar í Grindavík verið gerð skil en fréttinni lauk þó á hughreystingarorðum til lesenda og höfum þau orð sömuleiðis lokaorðin hér, nema Loki vilji ólmur eiga lokaorðin eins og fyrir 41 ári.

„Eins og gefur að skilja á þessi lýsing hér að framan ekki við alla bæjarbúa, heldur aðeins lítinn hóp þeirra. En það þarf ekki marga varga í veiðistöð til þess að allt fari á annan endann, og á því fékk lögreglan í Grindavík að kenna um bænadagana.“

Fleira úr íslenskum fortíðarveruleika:

Sigga á öskubílnum

Mús hrekkti bílstjóra á Akureyri 1984

Þegar braskað var með bílnúmer: Hátt verð fyrir lágt númer

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

28 fermetra hjólhýsi: Lítið en líka stórt

Næsta grein

Festi Bronco í fjörunni og svo flæddi að…

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Festi Bronco í fjörunni og svo flæddi að…

Festi Bronco í fjörunni og svo flæddi að…

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

11/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.