- Ineos Grenadier Quartermaster pick-up er frumsýndur á Goodwood Festival of Speed
- Ineos stækkar úrvalið með komu Grenadier Quartermaster pallbílsins
Ineos hefur slegið í gegn á torfærujeppamarkaðinum með Grenadier jeppanum sínum og nú er breski nýliðinn að stækka inn í pallbílahlutann með annarri gerð – Ineos Grenadier Quartermaster.
Þessi nýkoma gerðer í raun tveggja sætaraða eða „double-cab“ útgáfa af Grenadier jeppanum og hún hefur verið opinberuð nú í fyrsta skipti á Goodwood Festival of Speed 2023.
Undirvagn á sterkri stigagrind Quartermaster er framlengdur um 305 mm miðað við Grenadier, sem gerir honum kleift að rúma stórt, opið hleðslusvæði að aftan.
Rýmið er 1.564 mm langt og 1.619 mm á breidd, nógu stórt til að taka venjulegt Evrópubretti með plássi til vara. Hleðsla er upp á 760 kg.
Eins og Grenadier er Ineos Grenadier Quartermaster hlaðinn eiginleikum sem eru hannaðir til að bæta við notagildi.
Hleðslurúmið er með 1.280 mm breiðan afturhlera sem getur borið allt að 225 kg og það eru festipunktar inni í rýminu til að festa farm og festigrindur fáanlegar er sem valkostur. Það er líka 400W aflgjafi til að keyra rafbúnað.
Krafturinn í Grenadier Quartermaster kemur frá sömu þriggja lítra sex strokka línuvélum frá BMW og í Grenadier. Það er val um bensín- og dísilvélar með 282 hestöfl og 246 hestöfl í sömu röð.
Spretturinn á 0-100 km/klst tekur 8,8 sekúndur í bensíninu, en með dísilvélinni sekúndu hægari, en báðir geta náð 160 km/klst hámarkshraða.
Í öllum tilfellum er drifið sent í gegnum ZF sjálfskiptan gírkassa í 4×4 kerfi sem inniheldur lággírskiptingu og miðlægt mismunadrif – með driflæsingum að framan og aftan á valkostalistanum.
Geta utan vega er óaðskiljanlegur hluti af Ineos-framboðinu og Grenadier Quartermaster hefur nokkrar glæsilegar tölur, nefnilega 265 mm veghæð frá jörðu og 800 mm hámarks vaðdýpt.
Búnaðarstigið passar einnig við Grenadier-jeppana þannig að kaupendur geta valið Fieldmaster og Trailmaster gerðir með fjölbreyttum valkostum og valmöguleikum sem gera kleift að sérsníða einstaka bíla á háu stigi.
Það mun örugglega vera auðvelt að koma Grenadier Quartermaster þínum yfir 66.000 punda grunnverðið (kr. 11.255.960 á gengi dagsins) á Bretlandi og pöntunarbækur eru opnar núna.
(Auto Express)
Umræður um þessa grein