Þessi er vægast sagt rosalegur. Árgerð 1968 og hefur gengist undir fullkomna uppgerð og fengið slatta af uppfærslum í leiðinni. Græni liturinn er partur af arfleifð Bronco og hvíta grillið undirstrikar hana.
Hvít leðursæti og dökkræn teppi gera þennan Bronco að algjöru augnayndi.
Kraftmikil átta strokka vél
Jeppan knýr 347, V8 vél auk 650 CFM Holley 4160 blöndungs. Afli er stýrt með nýjum Venture Gear 3550 beinskiptum kassa.
Broncoinn er búinn Ford níu tommu opnum afturöxli með 4,11 gírhlutföllum og Dana 44 að framan!
Ford Bronco var fyrst kynntur árið 1966 og átti að vera nettur jeppi. Hann varð svo þekktur fyrir torfærugetu og harðgerða hönnun.
Árið 1968 gekkst Bronco undir nokkrar breytingar og ein þeirra var einmitt Grabber Green liturinn sem er á þessum bíl.
Æpandi grænn
Grabber Green var litur sem heldur betur stakk í augu. Hann fór ekki framhjá neinum. En hann var á völdum Ford bílum, þar á meðal 1968 Bronco. Þessi litur var hluti af „Grabber“ seríunni frá Ford, sem innihélt djarfa og áberandi liti sem ætlað var að vekja athygli.
Grabber Green var líka þannig, með björtu og líflegu útliti og bætti smá spennu við hönnun Bronco.
Einn þekktasti jeppinn í heiminum
Í gegnum árin hefur Bronco þróað sterka og viðvarandi arfleifð og upprunalegu gerðirnar eru sérstaklega eftirsóttar af bílaáhugamönnum.
Hér á landi er sterkur áhugi á Bronco og hann á sér stóran aðdáendahóp um land allt.
Ford Bronco náði miklum vinsældum á sjöunda áratgunum af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst vegna utanvegagetu, fjölhæfni og harðgerðrar hönnununar sem gekk vel í markaðinn.
Torfæruhæfileikar: Bronco var hannaður með torfærugetu í huga. Frekar lítil stærð bílsins, fjórhjóladrifsgeta og sterk fjöðrun gerði jeppan ansi heppilegan fyrir ævintýri utan vega.
Hæfni ökutækisins til að takast á fjölberytt landslag og krefjandi aðstæður höfðaði til útivistarfólks, bænda og þeirra sem höfðu gaman af afþreyingu eins og útilegum og utanvegaakstri.
Fjölhæfni: Bronco var fáanlegur í mismunandi gerðum, þar á meðal tveggja dyra og með hálfu húsi eða blæju. Þessi fjölbreytni gerði kaupendum kleift að velja týpur sem uppfylltu þarfir þeirra, hvort sem það var fyrir daglegar notkun eða fyrir ævintýri úti í náttúrinni.
Harðgerð hönnun: Bronco var með einfaldri og harðgerðri hönnun sem undirstrikaði endingu. Það var hægt að fjarlægja toppinn og hurðirnar sem gerður bílinn verulega áhugaverðan hjá stórum hópi viðskiptavina. Þetta gat verið röff sportari í sveitinni en virðulegur heimilisjeppi þess á milli.
Gott verð: Bronco var á góðu verði sem gerði hann aðgengilegan breiðum hópi neytenda. Þessi hagkvæmni, ásamt eiginleikum hans og getu, stuðlaði að vinsældum bílsins meðal fjölbreytts hóps kaupenda.
Árangur í akstursíþróttum: Bronco öðlaðist einnig viðurkenningu með velgengni í akstursíþróttum, sérstaklega í viðburðum eins og Baja 1000.
Ending ökutækisins og frammistaða í torfærukeppnum hjálpaði til við að auka orðspor jeppans og vekja meiri athygli neytenda.
Jeppinn er nýkominn í sölu hjá Vanguard Motor Sales og ásett verð er um 100 þús. dalir (13.768.000 kr.). Broncoinn er staðsettur í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Jeppinn er sagður ekinn um 82 þús. mílur. Hérmá lesa meira um gripinn.
Umræður um þessa grein