Föstudagur, 9. maí, 2025 @ 17:06
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Gömul og úrelt bílorð

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
10/11/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
294 19
0
150
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Gömul og úrelt bílorð

Bíllinn á sér vel yfir hundrað ára sögu hér á landi og í upphafi bílaaldar var ekki mikið til af orðum um þá hluti sem voru í bílnum, en eftir því sem árin liðu var farið að koma fram með íslensk orð yfir ýmislegt í bílunum, sum góð en önnur voru síðri og náðu eiginlega aldrei að festast í málinu.

Innan bílgreinarinnar var komið á laggirnar „bílorðanefnd“. Innan nefndarinnar störfuðu nokkrir mætir menn sem hittust reglulega og það var kappsmál þeirra að koma með góð orð í stað þeirra „tökuorða“ sem voru orðin allsráðandi í málinu.

Meðal þeirra voru þeir Guðni Karlsson, sem var um langa hríð í forsvari fyrir Bifreiðaeftirlit ríksins og skrifaði meðal annars þá merku bók Bíllinn, sem fjallaði um bílinn og alla helstu íhluti hans, Finnbogi Eyjólfsson, sem gjarnan var kenndur við Heklu, sem var vinnustaður hans mestan hluta ævinnar og langt fram yfir þann tíma sem menn setjast í helgan stein.

Svo má nefna Ingiberg Elíasson, sem starfaði við kennslu í bíliðnaði, fyrst hjá gamla Iðnskólanum og svo við Borgarholtsskóla, en hann lést fyrir aðeins nokkrum dögum síðan.

Bílorðanefndin vann ötullega að því að safna saman nöfnum og hugtökum í bíliðnaði. Ég þekkti flesta þessa menn vel og vann náið með Finnboga Eyjólfssyni um árabil.

Köttát og dínamór

Þegar ég fékk bílprófið fyrir 60 árum og fór um leið að umgangast bíla, þá lærði maður öll þau helstu orð sem snertu viðhald og notkun bíla.

Bíllinn var Morris 8, með 6 volta rafkerfi, en það var að vísu búið að skipta út vélinni og setja vél úr Austin 8 af sömu árgerð í staðinn, og sömuleiðis voru framljósin úr Austin 8.

En maður lærði fljótt að gera við allt sem maður gat sjálfur og þá þurfti að læra „réttu“ orðin yfir alla hluti.

Meðal eftirminnilegra orða má nefna „köttát“ eða Cut-Out, sem stýrði rafhleðslunni í bílnum og stýrði því hvernig rafmagnið frá „dínamónum“ var leitt til rafkerfisins og geymt í rafgeyminum.

„Köttát“ eða spennustillir í gömlum bíl. Í dag er þessu stýrt með litlum „transistor“ á spjaldi í rafalnum.

„Köttátið“ var lítið box og þegar það var opnað komu í ljós spólurofar sem opnuðu eða lokuðu fyrir rafstrauminn og stýrðu þannig hleðslunni frá „dínamónum“.

Ó já – „dínamór“ eða græjan sem framleiddi rafstrauminn (rafallinn eða alternatorinn í dag) var sívalningslaga tæki, sem leit út eins og rafmótor, með reimskífu sem tengd var við viftureimina á bílnum.

Það þurfti stundum að skipta um fóðringar í dínamó og oftar um kolin í honum, en þau voru tvö og lágu að snúningsfleti á öxli dínamósins og áttu það til að slitna hratt, sérstaklega ef ekið var mikið á rykugum vegum.

Dínamór eða breskur Lucas C42 Dynamo – í dag er „alternator“ eða rafall búinn að leysa þessa græju af hólmi og allt sem snýr að spennustillingunni er nú innbyggt i það tæki.

Kveikja og „platínur“

Kveikjan er tengd snúningsöxli og er notuð er í brunahreyflum með neistakveikju sem hafa vélrænt tímastillta kveikju. Meginhlutverk kveikjunnar er að leiða háspennustraum frá kveikjuspólunni að kertunum í réttri kveikjuröð og á réttum tíma.

Hér sjáum við skýringarmynd af kveikju. Í miðju hennar er öxull sem er beintengdur við vélina sjálfa,oftast með tannhjóli á enda öxulsins sem tengist móttannhjóli á ventlaöxlinum. Efst á þessum öxli situr „kveikjuhamarinn“ sem snýst innan í kveikjulokinu, og þegar snerturnar á platínunum ná saman þá senda þær háspenntan straum um hamarinn að viðkomandi kveikjuþræði sem situr í kveikjulokinu og þaðan fer neistinn til kertisins sem kveikir á bensínblöndunni í vélinni. Platínurnar vinna þannig að þær eru með „hæl“ sem leikur eftir köntuðum fleti á kveikjuöxlinum. Fletirnir eru jafnmargir strokkunum í vélinni; fjórir í fjögurra strokka vél, sex í sex strokka og svo framvegis. Þegar hællinn fer á milli flatanna, þá eru platínurnar „opnar“ – snerturnar ná ekki saman og því er enginn straumur sendur. En um leið og hællinn lendir á flötu hlið kambsins, þá ná snerturnar saman og senda strauminn.Til að stjórna því hvenær platínurnar sendu straum var stilliskrúfa og það þurfti að stilla millibilið á milli snertanna mjög nákvæmlega svo að kveikingin yrði „rétt“. Þetta var gert með því að setja blaðmál í tiltekinni þykkt, t.d 015 úr tommu eða samsvarandi í mm á milli snertanna og herða skrúfuna þegar blaðið var hvorki of þétt eða laust. Það var síðan öflug fjöður sem sá til þess að platínurnar lægju þétt að snúningsöxlinum. Til viðbótar var síðan þéttir í kveikjunni sem sá til þess að halda háspenntum straumnum nægilega háum til þess að mynda öflugan neista.
Hér er síðan nærmynd af platínum. Þær voru ekki alltaf til friðs: Millibilið vildi vanstillast, þá byrjuðu snerturnar að brenna og hættu að gefa nægilega gott samband og þá komu gangtruflanir, eða þá að vélin hætti hreinlega að ganga.

Það mætti halda lengi áfram að skrifa um gömul og glötuð orð út bílaheiminum, en látum þetta nægja að sinni. Meira næst.

Fyrri grein

Bílarnir sem björguðu fyrirtækinu

Næsta grein

Byrjaði á innflutningi á mótorhjólum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Byrjaði á innflutningi á mótorhjólum

Byrjaði á innflutningi á mótorhjólum

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.