Gleðiakstur: Sérútgáfur og skrautlegir bílar
Ekki er síður lagt upp úr skreytingum bílanna en fólksins sem er í forgrunni gleðigöngunnar eða Gay Pride víðsvegar um heiminn. Ýmsir bílaframleiðendur hafa komið með alveg spes útgáfur af bílum í tilefni Gay Pride í gegnum tíðina og hefur úrkoman heldur betur verið skrautleg.
Ford og „Very Gay“
Fyrir tuttugu og fjórum árum síðan kom Ford Ka í alveg spes útgáfu sem eins konar pallbíll.
Í fyrra var það svo „Very Gay“ Ford Ranger Raptor. Þessir bílar voru aðallega skreyttir fyrir Gleðigöngu og til að sýna „lit“ og stuðning.
Annar „Very Gay“ Raptor var kynntur á Goodwood í sumar og nokkuð ljóst að Ford lætur sig málefni hinsegin fólks varða.
Bentley Continental V8
Bentley Continental V8 kom líka í litum regnbogans (filma) árið 2020 og Porsche var sömuleiðis með á nótunum og voru sex eintök af 911 í fallegum litum 2020.
BMW í Bandaríkjunum sýndi líka stuðning í verki árið 2020 og setti regnbogafilmu á bíla í tilefni Gay Pride.
Lögreglubílar og fleira gott
Það er áhugavert að sjá að víða í Bandaríkjunum hafa lögreglubílar verið skreyttir og sömuleiðis í Bretlandi. Hér eru nokkur dæmi:
Hér eru svo í lokin fáein dæmi utan úr heimi og ein frá Gleðigöngunni hér á Íslandi en myndina tók undirrituð árið 2013. Ef lesendur eiga myndir af skemmtilega skreyttum bílum þá er um að gera að deila þeim með okkur á Facebook.
Fleira litskrúðugt og líflegt:
Strætóbílstjóri á daginn og dragdrottning á kvöldin
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein