- Ný útfærsla af Jeep Wrangler Rubicon frumsýnd – ekki bara fyrir fjallaferðir!
ÍSBAND umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi frumsýnir laugardaginn 22. febrúar nk. Jeep Wrangler Rubicon 4xe Plug-In-Hybrid Special Edition.
Í Rubicon Special Edition-útfærslunni er Jeep Wrangler Rubicon hugsaður fyrir þá sem hugsa sér ekki eingöngu að nota bílinn til fjallaferða. Jeppinn er samlitur, á fínmunstruðum 30“ dekkjum og hægt að velja um 20“ eða 21“ felgur, sem undirstrikar ferskt, en samt klassískt og fágað útlit.
Jeep Wrangler Rubicon sker sig úr fjöldanum, er sérlega lipur í akstri og hentar því Special Edition útfærslan vel þeim við vilja aka dagsdaglega um á sportlegum, kröftugum en samt liprum jeppa í borgarumferðinni, en hafa samt þann möguleika á að geta ekið eftir torfærum vegslóðum.
Fjöldi aukahluta og merkinga er í boði fyrir Jeep Wrangler Rubicon og geta þvi eigendur þeirra auðveldlega gert þá „að sínum“. Á sýningunni verða einnig 35“, 37“ og 40“ breyttir Jeep Wrangler Rubicon til sýnis.
Hinir öflugu RAM 3500 pallbílarnir sem hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður verða á sínum stað á sýningunni og sýndir verða bæði óbreyttir,35“, 37“ og 40“ breyttir pallbílar.
Breytingaverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM og er ISBAND eina bílaumboðið sem sér sjálft um að framkvæma slíkar breytingar. Jeep og RAM sem breyttir eru af ISBAND viðhalda verksmiðjuábyrgð sinni.
Sýningin er laugdardaginn 22. febrúar í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og er opin frá kl. 12:00-16:00¨
Umræður um þessa grein